BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: R.E.C Arts Reykjavík: Community Milkshake


18:00 - 20:00
Salur
Aðgangur ókeypis

R.E.C Arts Reykjavík: Community Milkshake: Sýning á vinnu ungmenna í vinnustofum undanfarnar vikur: Alþjóðleg Barnamenningarhátíð í Norræna húsinu. 

Listamanna- og aktívista hópurinn R.E.C Arts Reykjavík, í samstarfi við Norræna húsið, hefur þróað verkefni sem skapar listrænan vettvang fyrir ungmenni með fjölbreyttan bakgrunn sem búa á Íslandi.

Þetta verkefnið bauð hópi nemenda frá mörgum skólum að taka þátt í ókeypis vinnustofuröð sem hittist einu sinni í viku frá miðjum febrúar. Hópurinn er á aldrinum 14-18 ára og eru öll ungmennin af erlendum uppruna sem hefur búið meirihluta ævi sinnar annars staðar en á Íslandi (13+ tungumál). Þessi verkefnaröð innihélt listrænar æfingar undir leiðsögn stofnenda R.E.C Arts Reykjavík og gestakennara úr hópi þeirra. Með því að nota umræður og mismunandi frásagnarform (leikhús, tónlist, dans, skriftir o.s.frv.) skapaðist rými til að tjá raddir sínar, áhyggjur og skoðanir á upplifun sinni í íslensku samfélagi og heiminum öllum. Helstu þemu sem unnið var með voru: Sjálfsmynd, samfélag og valdefling.

Hópurinn hefur búið til fjölþætta sýningu sem kallast „Community Milkshake“, þar sem unnið er með þessi þemu. Ungmenning deila með okkur einstökum listrænum röddum sínum og vonast til að fræða aðra um mikilvægar menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í íslensku samfélagi.

Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.

www.instagram.com/recartsrvk

www.facebook.com/recartsrvk

AÐGENGI:
Elissu Salur og salerni eru aðgengileg fyrir hjólastóla. Salernin eru kynhlutlaus.