HÖNNUNARMARS: Opnun í Norræna húsinu


17:00 - 19:00
Anddyri
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á opnun í Norræna húsinu í tilefni að Hönnunarmars.

Hjá okkur verða margir viðburðir og sýningar, fyrir alla aldurshópa. Lesa má um alla viðburði hér á heimasíðu okkar:

Adapt & Evolve
Kofinn: Fjölskyldustund
Norræn Hönnunarhefð í Argentínu
Stólar: Fjölskyldustund
Lúpína í Nýju Ljósi
Varðveisla á SÓNÓ
Hönnum Húsgögn: Fjölskyldustund
Kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ

DJ Silja Glømmi spilar fyrir gesti og við bjóðum uppá léttar veitingar frá Lady Brewery.

SÓNÓ MATSELJUR verða með lengri opnun í tilefni Hönnunarmars. Opnunartími eldhússins með fullum matseðli dagana 3-5 maí verður 11:30-15:00 og 18:00-20:30. Alla aðra tíma verður hægt að fá léttan matseðil, kökur og kaffi.

Opnunartímar Hönnunarmars í Norræna húsinu eru:
virka daga 10:00 – 21:00 og um helgar 10:00 – 17:00.