Fjölskyldustund – Hönnum húsgögn!


17:00-19:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Smiðja sem tekur innblástur sinn af hönnun Alvar Aalto – Í húsgagnasmiðjunni fá börn og fjölskyldur tækifæri til að vera hönnuðir og búa til sín eigin módel af húsgögnum!

Notaður verður silkileir og er innblástur sóttur í fallega byggingu og húsgögn Norræna hússins sem hannað er af hinum þekkta finnska arkitekt Alvar Aalto.

Hvernig myndu draumahúsgögnin þín líta út? Hvar myndir þú vilja staðsetja hönnunina þína?

Á vinnustofunni munum við skoða rýmið í kringum okkur og byrja að skapa hugmyndirnar með því að móta silkileirinn.

Dagsetningar:
– Fimmtudagur 4. maí kl. 17:00-19:00
– Laugardagur 6. maí kl. 13:00-15:00

Námskeiðið er ókeypis og allir velkomnir!
Tungumál námskeiðsins eru finnska, enska og norsku – en auðvelt er fyrir alla að taka þátt óháð tungumálum.

Vinnustofan er haldin í Norræna húsinu í tengslum við Hönnunarmars 2023.

Kennari námskeiðisins er finnski hönnuðurinn Anna Kokki. Hún er með MA frá Aalto Háskólanum í Finnlandi í Skapandi sjálfbærni og með fjölhæfa reynslu af þverfaglegri nálgun á sköpun, hönnun og sjálfbærni. Hún starfaði í nokkur ár með Finnish Association of Design Learning SuoMu og þróað námsefni og hugmyndir um hönnun fyrir mismunandi aldurshópa.

Anna hefur aðsetur í Helsinki í Finnlandi og vinnur nú að verkefni sem styrkt er af The Arts Promotion Centre Finland sem snýr að hönnun, sjálfbærni og hlutverk hönnuðarins sem breytingavalds í loftslagskreppunni.