PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Sakaris


15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Sumartónleikaröð Norræna hússins hefst með hinum færeyska SAKARIS. Verið velkomin í PIKKNIKK Sunnudaginn 25. Júní! Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.

 

„J-pop meets 80s glam pop meets devastating Nordic skepticism.“

Faroese electro artist SAKARIS

Allt frá fyrstu breiðskífu sinni árið 2012 hefur þessi færeyski raftónlistamaður getið sér nafns sem holdgervingur sérkennilegrar, melódískrar og einstaklega grípandi popptónlistar. Hann sameinar ást sína á
The Beach Boys, danstónlist, 80s glitz og tölvuleikjanostalgíu og fyrir vikið virðist tónlistin upplífgandi og einstaklega dansvæn. Því miður blekkir bjartsýnn hljómur tónlistarinnar og hefur það eina hlutverk að lokka fólk til þess að dansa við svartsýnar pælingar hans um ómöguleika þúsaldarkynslóðarinnar og lamandi sjálfsefa.

Verið velkomin!

Hlustið á SAKARIS á Spotify.

Pikknikk tónleikasería ársins er skipulögð af José Luis Anderson. 


Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út.