STOCKFISH 2023: Viðburðir í Norræna húsinu


Salur

Við erum spennt fyrir samstarfi okkar og kvikmyndahátíðarinnar Stockfish! Að venju munu þau bjóða uppá áhugaverða viðburði, pallborð og sýningar á frábærum kvikmyndum. 
Sjá dagskrána í Norræna húsinu hér fyrir neðan.

SUNNUDAGURINN 26. MARS 
Kl. 12:30 – 13:30
Elissu Salur

BRANSI Í BRENNIDEPLI

Það er nýjung þetta árið að að Stockfish býður upp á dagskrá sem nefnist „Bransi í brennidepli“ en sá liður verður árlegur hér eftir. Þetta árið er það Slóvakía sem verður í brennidepli og í tilefni þess mun sendinefnd þaðan, skipuð kvikmyndagerðarfólki og fulltrúum sjóða, sækja hátíðina heim.

Einnig verður boðið upp á hliðardagskrá með sérsýningum á slóvakískum kvikmyndum sem unnin í samstarfi við Kino Usmev, Bíó Paradís og Slóvakísku kvikmyndastofnunina. Viðburðurinn verður tekinn upp og honum streymt beint frá Norræna húsinu.

Skráning er á þennann viðburð. Skrá sig og lesa meira með því að smella hér. 

SUNNUDAGURINN 26. MARS 
Kl. 14:30 – 15:30
Elissu Salur

KVIKMYNDIR GERÐAR AÐGENGILEGAR FYRIR ALLA

Pallborðsumræður Kino Usmev og Bíó Paradís um leiðir til að auðvelda aðgengi og auka sýnilegan fjölbreytileika í kvikmyndum. Aðgengi og þátttaka er lykilatriði í að öðlast innsýn í ólíka menningarheima og efla samkennd með öðru fólki. Það er því mikilvægt að aðlaga kvikmyndir að fjölbreyttum áhorfendum þar sem allir þjóðfélagshópar eiga fulltrúa. Það ýtir undir meðvitund um heildina og tryggir að allir upplifi að þeir séu metnir og virtir sem einstaklingar.

Í þessum pallborðsumræðum verður farið yfir samstarf Kino Usmev og Bíó Paradís sem miðar að því að aðlaga bíósýningar að sérstökum þjóðfélagshópum eins og blindum, heyrnarskertum eða einhverfum. Eftir pallborðsumræðurnar er boðið upp á sérsýningu í Bíó Paradís á myndinni 107 MOTHERS eftir PETER KEREKES kl: 17:00.

Skráning er á þennan viðburð. Smellið hér. 

Miðvikudagurinn 29. MARS 
Kl. 11:00
Elissu Salur

VERK Í VINNSLU

Kynning á verkum í vinnslu fer fram á Bransdögum Stockfish og ert styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Þar verða kynnt íslensk kvikmynda-og sjónvarpsverk sem eru í vinnslu.
Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu en verður einnig streymt beint og tekinn upp fyrir þá sem ekki geta verið viðstaddir. Dagskránni er ætlað að opna möguleika verkefnanna sem taka þátt, á dreifingu og kynningu, hér og erlendis. Það er blaðakonan Wendy Mitchel sem mun sjá um dagskrárkynningu.

Skráning er á þennann viðburð. Smellið hér.