SUMARNÁMSKEIÐ: Hvaða fuglar búa í kringum Norræna húsið?


09:30-12:00
Barnabókasafn, Gróðurhús & Gangbraut
Aðgangur ókeypis

Á sumarnámskeiði Norræna hússins verða gerð listaverk og föndur í tengslum við fugla, náttúru og sýningar hússins. Lagt verður áhersla á skapandi leik og verður nýtt kennslu efni frá Rán Flygenring notað til að læra um húsið.

19. – 22. júní

kl. 9:30-12:00

Aldur 8-12 ára

Kennarar verða Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi Norræna hússins, Sean Patrick O´Brien myndlistarmaður, Björk Þorleifsdóttir fræðslufulltrúi grasagarðsins. 

SONO matseljur bjóða upp á villiblómasaft og rabbabaraköku og hægt er að læra um blómin og rabbabarann sem koma úr umhverfi Norræna hússins.  

Nánari upplýsingar og skráning: hrafnhildur@nordichouse.is