BARNAMENNINGARHÁTÍÐ: Friðarskúlptúrar


13:00
Anddyri & Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Velkomin á opnun á Friðarskúlptúrum á gangi Norræna hússins á lokadegi Alþjóðlegra barnamenningarhátíðar.

Skúlptúrarnir sem prýða ganginn verða unnir af nemendum grunnskóla í Reykjavík. Nemendur fá stutta leiðsögn um sýninguna ,,Hvernig komst ég í sprengibyrgið?“ sem sýnir verk úkraínskra listamanna en áherslu verður lögð á skúlptúra lista teymisins Kinder Album. Að leiðsögn lokinni verður nemendum boðið í vinnustofu þar sem unnið verður með þemað friður. Allir nemendur fá jafn mikinn leir og lifandi blóm, svo að skúlptúrarnir geta myndað samræmda heild sem er táknræn fyrir samstöðu sem myndast á stríðstímum. Leirinn er sjálfharnandi og harðnar smátt og smátt og blómin fölna – sem er táknrænt um hringrás lífs og dauða.

Í gegnum verkefnið gefst börnum færi á að fá innsýn og samtal um stríðið en einnig tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum með skúlptúrunum. Þetta er ákveðin leið til að losa um kvíða og um leið valdefla börn á stríðstímum í Evrópu.

Sýningin er hluti af Alþjóðlegri barnamenningarhátíð Norræna hússins þar sem ólík verkefnin áttu sér stað sem eiga það sameiginlegt að stuðla að menningarlæsi í gegnum sköpun.

Enn er hægt er að bóka skólahópa til þátttöku með því að senda fyrirspurn og upplýsingar um hóp og hentugan tíma á hrafnhildur@nordichouse.is

 

Alþjóðleg barnamenningarhátíð Norræna hússins þakkar fyrir styrk frá Barnamenningarsjóði Reykjavíkur