Artist sits on the floor in a dar room, surrounded by candles and clay figures

Gjörningur: „IF YOU NO LONGER HAVE A FAMILY, MAKE YOUR OWN WITH CLAY.“


16:00 - 16:45
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Gjörningurinn er innblásinn af staðbundnu orðatiltæki frá Súdan (þar sem listamaðurinn Ahmed Umar ólst upp), sem var notað til að tjá vonbrigði og gremju sem ástvinir geta valdið. Í meginatriðum mætti þýða orðatiltækið sem svo: „Stundum er betra að eiga ættingja úr leir en holdi.“

Ahmed skapaði þennan gjörning eftir að hafa misst samband við fjölskyldu sína og vini eftir að hafa opinberað kynhneigð sína árið 2013. Samkynhneigð er bönnuð í Súdan og einstaklingar sem skilgreina sig sem hinsegin verða fyrir ofbeldi og dauða samkvæmt lögum. Fyrir vikið varð Ahmed að yfirgefa heimili sitt og flýja til annars lands þar sem hann gæti búið í öryggi.
Ahmed hefur gert grein fyrir öllum sem sniðganga hann eða lögðu hann í einelti vegna kynhneigðar hans um ævina og breytt þeim öllum í leir. Í þessum gjörningi endurómar Ahmed þessa aðgerð og býður áhorfendum að taka þátt og móta tilfinningar sínar eins og þeir vilja með því að nota leir.

Byrjar klukkan 16:00
Lengd: 45 mínútur
Staðsetning: Hvelfing, sýningarrými Norræna hússins

Súdansk-norski listamaðurinn Ahmed Umar dregur fram spurningar varðandi sjálfsmynd, trúarbrögð og menningarverðmæti með fjölbreyttri listrænni tjáningu. Hann notar persónulega reynslu sem verkfæri til að koma frásögnum á framfæri ekki aðeins um bælingu og firringu, heldur einnig um frelsun og að eigna sér eigin sögu. Ahmed vinnur innan margvíslegra miðla – skúlptúr, textíl, keramik, grafík, skartgripasmíði, ljósmyndun og gjörninga – og með efni og tækni sem eru jafn margþætt og sögurnar sem þau segja.

Gjörningurinn er hluti af sýningunni “For Those Who Couldn’t Cross the Sea”. Eftir að gjörningnum líkur mun sýningin opna í heild klukkan 17:00.

Sýningarstjóri er Elham Fakouri.

Accessibility: Hvelfing exhibition space is the lower level of the Nordic House. The space is accessible with a staircase from the west side of the building or an elevator from inside the main hall. The main hall is accessible with a wheelchair ramp. All restrooms on both levels are gender neutral but please note that accessible restrooms are only on the first level (main hall) and not on the lower level of the building.
We are always learning about accessibility needs, please let us know if you think your needs are not met properly and we want your visit to be a pleasant one.
Contact: kolbrun@nordichouse.is