Elsa Sigfúss

Bjarki Sveinbjörnsson verður með umfjöllun um Elsu Sigfúss söngkonu og fjölskyldu hennar. Erindið fer fram á íslensku í Sal Norræna hússins og er aðgangur ókeypis. Elsa Sigfúss lagði heiminn að fótum sér fljótlega eftir hún útskrifast úr söngnámi 1934. Þrátt fyrir ungan aldur þótti hún hafa framúrskarandi tækni og einstakan hljóm. Elsa vann lengst við […]

Eldhundar- Einar Már & Pétur Eggerz

Eldhundar, dagskrá um Eldklerkinn og Hundadagakonunginn, verður haldin í Norræna húsinu þann þriðja desember kl. 20.00. Þeir Pétur Eggerz, höfundur Eldklerksins, einleiks um séra Jón Steingrímsson og Einar Már Guðmundsson, höfundur Hundadaga, skáldsögu með Jörgen Jörgensen eða Jörund hundadagakonung í lykilhlutverki, bjóða upp á dagskrá um þessa merku menn og aðra sem þeim tengjast í […]

JÓLALAND 1. – 23. desember

JÓLALAND – innsetning eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur 1.-23. desember. Innsetningin verður opnuð með ógleymanlegum hætti á fyrsta degi jóladagatalsins 1. desember kl. 12:34. Allir velkomnir. Hvernig myndu jólin líta út fyrir manneskju sem er að heyra um þau í fyrsta skiptið? Er útgangspunktur listakonunnar í þessari einstöku jólainnsetningu.  Jólalandið er ómissandi viðkomustaður í skammdeginu. Hlökkum […]

Jóladagatal Norræna hússins- Streymi

Jóladagatal Norræna hússins; Verið velkomin á Jóladagatal Norræna hússins kl. 12:34 alla daga fram að jólum. Í Norræna húsinu er hefð fyrir því að bjóða upp á lifandi jóladagatal í desember. Rétt eins og börnin vita ekki hvaða óvænta góðgæti reynist bak við gluggana í súkkulaðidagatölunum, þá vita gestir á hádegisviðburðum Norræna húsið ekki hvað er […]

Afmælisveisla Línu langsokks!

Þér er boðið í afmælisveislu Línu langsokks! Fyrir sjötíu árum gaf Astrid Lindgren út sína fyrstu bók af þremur um Línu Langsokk. Síðan þá hefur Lína langsokkur verið frábær fyrirmynd barna um víða veröld og skemmt lesendum með ævintýralegum uppátækjum og prakkaraskap. Í tilefni þess að 70 ár eru síðan Lína kom fyrst fram á […]

Heimur háður olíu

Heimur háður olíu 27. nóvember kl. 12:15 í hátíðarsal Norræna hússins Dr. Kjell Aleklett, prófessor emeritus í eðlisfræði við Uppsalaháskóla, flytur fyrirlestur sem ber yfirskriftina Heimur háður olíu (A world addicted to oil) föstudaginn 27. nóvember kl. 12:15-13:15 í sal Norræna hússins. Aleklett er sérfræðingur á heimsvísu í hámarksolíuframleiðslu (Peak Oil) sem vísar til þess […]

15:15 Tónleikasyrpan.

FIMMTÁN TIL FIMMTÁN FIMMTÁN TIL FIMMTÁN er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 22. nóvember kl.15:15. Flytjendur á tónleikunum eru Sigurður Halldórsson sem leikur á selló og Liwen Huang leikur á píanó. Um tónleikana: Hundrað ára og nýtt fyrir selló Árið 1915 var gjöfult ár í tónlistarsögunni. Sérstaklega voru mörg verk samin […]

Sænsk sögustund

Sænsk sögustund Sunnudaginn 22. nóvember verður sænsk sögustund fyrir 2 -7 ára börn í barnadeild Norræna hússins.  Malin Barkelind les úr bókinni „Stackars Allan“  eftir Barbro Lindgren. Sjáumst kl. 14 í bókasafninu.  Þar er líka sýning um Línu langsokk sem er 70 ára á þessu ári. Velkomin.

VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM Velkomin á baráttufund SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna föstudaginn 20. nóvember kl. 16:00 – 17:00 Tilgangur herferðarinnar „ VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM“ er að efla starfsvettvang myndlistarinnar og bæta kjör og stöðu myndlistarmanna. Þungamiðja herferðarinnar er að kynna samning um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds í opinberum listasöfnum og öðrum sýningarsölum sem […]

Vesturlönd og Rússland: Nýtt kalt stríð?

Vesturlönd og Rússland: Nýtt kalt stríð? Átökin í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi hafa skapað mikla spennu í samskiptum milli Rússlands og Vesturlanda. Í þessum fyrirlestri mun Andrew Cottey fjalla um þessa breyttu heimsmynd og færa rök fyrir því að samskiptin mótist í raun af tveimur grundvallarþáttum. Annars vegar sókn Rússa eftir því styrkja […]

Konnect- Red Snow

Velkomin á KONNECT málstofu í tengslum við sýninguna Red Snow í Norræna húsinu. Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 kl. 17:00-19:00 býður KONNECT til fundar í Norræna húsinu. KONNECT er norrænt verkefni sem tengir listnema og vísindamenn á sviði umhverfisfræða. Markmiðið er að leita leiða til þess að vekja athygli á aðsteðjandi umhverfisógnum. Í KONNECT vinna vísindamenn, […]

Listamannaspjall- Rauður Snjór

Vertu velkomin á Listamannaspjall  15. nóvember kl. 15:00 – 17:00 í Norræna húsinu. Á sunnudaginn verður listamannaspjall með gestum og gangandi um sýninguna Rauður snjór.  Jón Proppe, listfræðingur mun leiða umræður og sýnendur gefa gestum innsýn í verk sín. Viðburðurinn fer fram á íslensku í sýningarrými á neðri hæð hússins. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Rauður […]

Rithöfundakvöld með Lars Frost

Rithöfundakvöld með Lars Frost – 25. nóvember kl. 19:30- 22:00 í Salnum. Hinn verðlaunaði danski rithöfundur Lars Frost heldur fyrirlestur í Norræna Húsinu. Hann mun lesa upphátt úr bókum sínum. Síðan fjallar hann nánar um efni þeirra með hliðsjón af dönskum samtímabókmenntum, til dæmis hinu félagslega raunsæi Jans Sonnergaard og Jakobs Ejersbo, skandínavísku „noir“-sakamálasögunum og […]

Finnsk sögustund

Finnsk sögustund fyrir börn verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember, 2015, kl. 12:00 í Barnahelli Norræna hússins. Við lesum barnabókina ” Herra T og kjúklingurinn hans Asni“ eftir rithöfundana Maaria Päivinen & Huginn Þór Grétarssonin.  Bókin er nýkomin út á íslensku og er á sérstöku tilboði í sögustundinni á sunnudaginn kr. 2000. Bókin mun koma út […]

Norsk sögustund fyrir börn

Verið velkomin í norska sögustund fyrir börn í bókasafni Norræna hússins, laugardaginn 14. nóvember kl. 13-14. Við ætlum að lesa, syngja og tala saman.  Öll börn sem skilja norsku eru velkomin. Matja Steen stjórnar sögustundinni. Sjáumst!

Norrænt Café Lingua; Lína Langsokkur

Norrænt Café Lingua verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17-18.30. Bengt Starrin professor frá Svíþjóð heldur „skemmti-fyrirlestur“ fyrir fullorðna  á sænsku um mannleg samskipti út frá lífsýn Línu langsokks. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Samræður fara fram á skandinavísku. Fyrirlesturinn er hluti viðburða Café Lingua og verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. nóvember kl. […]

Listamannaspjall- Rauður Snjór

Vertu velkomin á Listamannaspjall  15. nóvember kl. 15:00 – 17:00 í Norræna húsinu. Á sunnudaginn verður listamannaspjall með gestum og gangandi um sýninguna Rauður snjór.  Jón Proppe, listfræðingur mun leiða umræður og sýnendur gefa gestum innsýn í verk sín. Viðburðurinn fer fram á íslensku í sýningarrými á neðri hæð hússins. Allir velkomnir. Rauður Snjór– þegar […]

HÖRUND; Edda Heiðrún Backman

HÖRUND – Myndlistarsýning í anddyri Norræna hússins. Viðfangsefni Eddu Heiðrúnar Backman á sýningunni HÖRUND eru líkamar. Þar má vissulega finna hefðbundnar fyrirsætur með báðar fætur jafnlanga, en líka flóru alls kyns líkama, marga býsna óvenjulega. Sumir eru sárir og bera ör, á einhverja vantar líkamspart, aðrir hafa fengið vængstúfa í stað útlima. Allt eru þetta […]

Herman Lindqvist; Bókakynning

Verið velkomin á bókakynningu með Herman Lindqvist  í hátíðarsal Norræna hússins 12. nóvember kl. 19-21:30. Bókakynningin fer fram á sænsku. Allir velkomnir. Herman Lindqvist skrifaði bókina „Nýlendurnar okkar – þær sem við áttum og þær sem aldrei urðu til“ sem er hrífandi frásögn um völd og virðingu. Og um drauma. Drauma um gull og fílabein, […]

Málþing NORRÆN BÖRN – BÖRN Á FÓSTURHEIMILUM Þriðjudagurinn 10. nóvember 11.45-14.30 Norræna húsið, Sturlugata 5, Reykjavík Velkominn á hádegisverðarmálþing um hvernig þjóðfélagið geti hjálpað barni best sem koma á fyrir á fósturheimili. Norræna velferðarmiðstöðin hefur nýlega lokið við verkefnið „Norræn börn – börn á fósturheimilum“. Verkefnið var unnið í samvinnu við færustu sérfræðinga Norðurlanda á […]

Borgþór Kjærnested – Dagbækur Kristjánds X.

Borgþór Kjærnested hefur starfað sem fréttaritari fyrir Norðurlöndin 1977 – 1981, framkv.stj Samabands Norrænu félaganna 1984 – 1988. Framkv.stj Norræna flutningamannasambandsins 1990 – 1996, túlkur og þýðandi frá 1973. Árið 2010 veitti Margrét Þórhildur Danadrottning honum aðgang að dagbókum Kristjánds X. sem hann skráði um samskipti sín við Íslendinga frá 1908 til 1932. Bók um […]

Bashar Farahat heldur erindi

Bashar Farahat, læknir, flóttamaður og þolandi pyndinga frá Sýrlandi heldur erindi á Íslandi. Sýrlenski læknirinn og flóttamaðurinn Bashar Farahat heldur erindi um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi en sjálfur sætti hann pyndingum í fangelsi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist. Bashar Farahat fjallar einnig um […]

Norræna bókasafnavika 2015

Norræna félagið og Norræna húsið standa saman að viðburði í tilefni af opnun Norrænnar bókasafnaviku 2015, mánudaginn 9. nóvember kl. 10:00-10.30. Dagskrá: Gestir í Norræna húsinu og gestir sem horfa á streymið boðnir velkomnir og norrænu fánarnir kynntir. Ævar vísindamaður les texta vikunnar úr bókinni Vöffluhjarta eftir norska rithöfundinn Maria Parr.  Áætlað er að viðburðurinn […]

Dönsk sögustund

Dönsk sögustund fyrir 2-7 ára börn í Norræna húsinu sunnudaginn 8. nóv kl. 14-15. Við tölum saman og syngjum, hlustum á söguna Pigen der fik rigtig mange søskende eftir Kim Fupz Aakeson og horfum á stutta mynd um hvernig það er að flytja. Að lokinni sögustund geta börn og foreldrar heimsótt sýninguna um Línu langsokk.

Camilla Plum á AALTO bistro

Danski yndis- og sjónvarpskokkurinn Camilla Plum verður með sýnikennslu hjá okkur á AALTO bistro, Miðvikudaginn 4.Nóvember KL. 18.00 á ensku. Í kjölfarið munu Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og frábæru kokkarnir okkar á AALTO bistro elda sérrétti Camillu. Einstæður kvöldverður að hætti Camillu Plum. Verð kr. 5.500 pr. mann. Þeir sem vilja óvænta matarupplifun, vinsamlegast bóki borð […]

Flóttamaður eða hælisleitandi, skiptir það máli?

Flóttamaður eða hælisleitandi, skiptir það máli? Rétturinn til hælis á Íslandi Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína til Evrópu á undanförnum misserum til þess að flýja stríðsátök og ofsóknir í heimalandi sínu. Málefni flóttafólks hafa verið ofarlega á baugi hér á landi og von er á kvótaflóttafólki hingað til lands innan tíðar. Innanríkisráðherra hefur […]

Sýning um Línu langsokk

Lína langsokkur kveður Sýningunni um Línu langsokk í barnadeild Norræna hússins lýkur nú um helgina, 28. febrúar.  Við tæmum fjársjóðinn hennar Línu og gefum hverjum gesti sem tekur þátt í getraun um hana, gullpening / súkkulaðipening úr fjársjóðstöskunni hennar, svo lengi sem fjársjóðurinn endist. Sýningin var sett upp í október 2015 af Norræna húsinu í […]

Málþing um móttöku flóttafólks og hælisleitenda

Hver er þá náungi minn? Málþing um móttöku flóttafólks og hælisleitenda Þjóðmálanefnd stendur fyrir málþingi um flóttafólk og hælisleitendur í Norræna húsinu, fimmtudaginn 22. október kl. 13-16. Málþingið er öllum opið og skráning er óþörf. Ekki hvort heldur hvernig Ísland er ekki ósnortið af vaxandi fjölda flóttafólks í heiminum og einum stærstu þjóðflutningum á síðari […]

Afleiðingar loftlagsbreytinga

Kynning nemenda við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands á afleiðingum loftslagsbreytinga. Nemendur kynna valin efni í stuttum fyrirlestrum. Fjallað verður um vísindalegan grundvöll loftslagsbreytinga, áhrifa loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni og á þurr svæði, súrnun hafsins og hækkun sjávarborðs og loks um hlutverk frjálsra félagasamtaka í tengslum við loftslagsbreytingar. Viðburðurinn er öllum opinn og er haldinn […]

Bestu norrænu bækurnar!

Bestu norrænu bækurnar! Dagskrá um tilnefndar bækur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Norræna húsinu, þriðjudaginn 27. október Bestu barna- og unglingabækurnar! Dagskrá um tilnefndar bækur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í kjallara Norræna hússins, kl. 9-12 9.00-9:10 Opnunarávarp: Sigurður Ólafsson, skrifstofu verðlaunanna, og Anette Øster, ritstjóri og doktor í barnabókmenntum. 09:10-09:30 […]

FUGLAR Í BORG

Reykjavík-iðandi af lífi og Fuglavernd boða til Fuglaviku í Reykjavík, dagana 17-23. október þar sem boðið verður upp á margs konar fræðsluviðburði með það að markmiði að vekja athygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina allt árið um kring. Fuglavika hefst með áhugaverðu málþingi um fuglalífið í borginni undir yfirskriftinni „Fuglar í Borg“.  á […]

Norrænir menningarstyrkir – upplýsingafundur – Streymi

Norrænir menningarstyrkir – upplýsingafundur með Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum í Norræna húsinu Reykjavík. Miðvikudagur 28.október kl: 14-17. Norræna húsið í Reykjavík. Verið velkomin í Norræna húsið til að heyra um styrkjamöguleika sem í boði eru hjá Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum fyrir menningu og list. Einnig er hægt að heyra af reynslu Péturs Ármannssonar […]

Frumflutningar í 15:15 tónleikasyrpunni

Frumflutningar í 15.15 Duo Harpverk og Áshildur Haraldsdóttir halda tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 11. október kl. 15:15. Yfirskrift tónleikanna er Frumflutningar, en á tónleikunum munu þau frumflytja verk eftir tónskáld frá Bandaríkjunum, Írlandi, Ungverjalandi auk Íslands, allt verk skrifuð sérstaklega fyrir þau. Duo Harpverk, skipað hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank […]

Dönsk sögustund

Dönsk sögustund fyrir dönskutalandi börn 2-7 ára og foreldra þeirra, sunnudaginn 4. október kl. 14-15. Við tölum saman og hlustum á upplestur úr bókinni Røver eftir Kim Fupz Aakeson ásamt því að horfa saman á stutta mynd. Susanne Elgum stjórnar sögustundinni.

Wagnerfélagið kynnir: Fegurð fjarlægs óms

Fegurð fjarlægs óms: Um óperutónlist Schrekers og Zemlinsky Í þessu erindi verður fjallað um ævi og verk tveggja óperutónskálda frá öndverðri 20. öld, þeirra Franz Schreker (1878–1934) og Alexanders Zemlinsky (1871–1942). Schreker var á sínum tíma hampað sem helsta eftirmanni Wagners og naut álíka mikilla vinsælda og Richard Strauss. En þótt hann hafi óhjákvæmilega verið […]

Sólarferðalag

Sól á ferðalagi frá Noregi til Íslands Við sem búum á norðurhveli jarðar hefur sólin, eða réttara sagt fjarvera sólarinnar, gríðarleg áhrif á líf okkar. Markmiðið með þessu verkefni, Sólarferðalaginu, er að koma með ljós á myrka staði í norðrinu. Listakonurnar sem standa að baki verkefninu hitta fólk og ferðast um með sólina áður en […]

Ráðstefna um nýsköpun í skapandi greinum

Ráðstefna um nýsköpun í skapandi greinum Miðvikudaginn 23. september verður fjallað um nýsköpun í skapandi greinum á ráðstefnu sem haldin verður í Norræna húsinu kl. 12-15:45. Ráðstefnan fer fram á ensku. Frítt inn og opið öllum. Ráðstefnan er í boði HUMAK University of Applied Sciences (Finnland) og hefur hún fengið styrki frá Menningarsjóði Íslands-Finnlands. Dagskrá: […]

Kristian Blak

Færeyski tónlistarmaðurinn Kristian Blak heldur tónleika í Norræna húsinu að tilefni sýningarinnar Rauður snjór – loftslaginu blæðir. Kristian Blak spilar á píanó, Guðni Franzson á klarínett og Frank Aarnink á slagverk. Tónleikarnir eru órafmagnaðir og standa yfir í um 50 mínótur. Um Kristian Blak Fjölbreyttur tónlistarbakgrunnur Kristian Blak endurspeglast í tónlist hans þar sem hann […]

Sagnir: samstillt list

Sagnir: samstillt list. Hafið bindur saman Ísland, Færeyjar og Noreg. Miðgarðsormurinn í úthafinu var ógn á sínum tíma. Í dag reis hafið, hafið er þema Segners hópsins. Maður finnur það, vatnið, sterkt og stígandi, eyðileggjandi í teppum Heidi Strand, sem einnig er með sýningu í anddyri Norræna hússins. Eyjar og fuglar eru einnig til umfjöllunar, […]

Norskar sögustundir

Norskar sögustundir Laugardaga kl. 13-14 5. sept. 10. okt. 14. nóv. 5. des.

Sænskar sögustundir

Í vetur verðum við með sænskar sögustundir á eftirtöldum dögum: Sænskar sögustundir Sunnudaga kl. 14-15 22. nóv.

Masterclass – Margarethe Von Trotta

Masterclass – Margarethe Von Trotta 29. september 15-18 Auditorium AÐGANGUR ÓKEYPIS Margarethe von Trotta er brautryðjandi í kvikmyndaleikstjórn sem ein af frumkvöðlunum sem stóðu að New German Cinema á 7. og 8. áratugnum. Hún kom með ferska vinda inn í kvikmyndaheiminn þar sem hún skoðuðu samtíma málefni með tilraunakenndum aðferðum þar sem flóknar tæknilegar útfærslur […]

Góður árangur danskra kvikmynda

2. október 13-16 Auditorium AÐGANGUR ÓKEYPIS Danskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum áratugum og mikill fjöldi frábærra kvikmynda komið þaðan sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim. RIFF býður upp á úrval danskra mynda í ár og hér verður rætt um danskt kvikmyndaumhverfi þar sem einkaaðilar og opinberar stofnanir […]

Að velja á kvikmyndahátíð

Panel – Að velja á kvikmyndahátið 1. október 12:00 Auditorium AÐGANGUR ÓKEYPIS Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjárhagur á ákvarðanir dagskrárstjóra? Hafa ákvarðarnir þeirra bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram? Ætti valferlið að vera gagnsærra? Stjórnandi/ moderator: Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmh. í Toronto Þátttakendur/ participants: […]

Verkefnastjóri kynningarmála

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto. Norræna húsið leitar að […]