Borgþór Kjærnested – Dagbækur Kristjánds X.


17:30

Borgþór Kjærnested hefur starfað sem fréttaritari fyrir Norðurlöndin 1977 – 1981, framkv.stj Samabands Norrænu félaganna 1984 – 1988. Framkv.stj Norræna flutningamannasambandsins 1990 – 1996, túlkur og þýðandi frá 1973.

Árið 2010 veitti Margrét Þórhildur Danadrottning honum aðgang að dagbókum Kristjánds X. sem hann skráði um samskipti sín við Íslendinga frá 1908 til 1932. Bók um þessar dagbækur er í vinnslu og mun koma út í desember nk.

Borgþór mun kynna innihaldið í þessum bókum og svara fyrirspurnum áheyrenda. Fyrirlesturinn verður á sænsku eða íslensku – fer eftir þátttakendum.

Fyrirlesturinn byrjar kl. 17:30 og fer fram í Svarta Boxinu á neðri hæð Norræna hússins.