Kristian Blak


19:30

Færeyski tónlistarmaðurinn Kristian Blak heldur tónleika í Norræna húsinu að tilefni sýningarinnar Rauður snjór – loftslaginu blæðir.

Kristian Blak spilar á píanó, Guðni Franzson á klarínett og Frank Aarnink á slagverk. Tónleikarnir eru órafmagnaðir og standa yfir í um 50 mínótur.

Um Kristian Blak

Fjölbreyttur tónlistarbakgrunnur Kristian Blak endurspeglast í tónlist hans þar sem hann sameinar þjóðlagatónlist og nútíma tækni.

Kristian Blak er fæddur á Jótlandi 1947 og flutti síðar til Færeyja 1974, þar sem hann býr og starfar enn í dag.

Kristian Blak hefur samið kórverk, hljómsveitarverk og tónlist við dansverk svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur ferðast um heim allan með jazzhljómsveit sinni og auk er hann stjórnandi plötuútgáfunnar Tutl sem margir tónlsitarunnendur kannast við.

Kristian Blak er af mörgum talinn einn af mikilvægustu listamönnum Færeysks tónlistarlífs og hefur hann haft mikil áhrif á menningarlíf eyjanna.