JÓLALAND 1. – 23. desember


12:34

JÓLALAND – innsetning eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur 1.-23. desember.

Innsetningin verður opnuð með ógleymanlegum hætti á fyrsta degi jóladagatalsins 1. desember kl. 12:34.
Allir velkomnir.

Hvernig myndu jólin líta út fyrir manneskju sem er að heyra um þau í fyrsta skiptið? Er útgangspunktur listakonunnar í þessari einstöku jólainnsetningu.  Jólalandið er ómissandi viðkomustaður í skammdeginu. Hlökkum til að sjá ykkur.

 Sagan bakvið sýninguna:
Undan enn einni ísöld staulast mannverur. Dag nokkurn er ein þeirra á vappi í fæðuleit. Undir freðnum berjarunna finnur hún bók. Í henni eru lýsingar á ævafornum hátíðarhöldum. Manneskjan skilur ekki allt sem þarna stendur en megininntakið er eitthvað á þessa leið: Snyrtileg meyfæðing, hálfmennskt afmælisbarn, heilög kona sem á í sambandi við guð en er samt líka að dingla sér með indælum smiði, gáfaðir þríburar, marglitaðir kassar með slaufum, börn með tryllingsglampa í augunum, einhvers konar ljósvera, mögulega álfadrottning, rauðir menn með húfur og poka, ljós, glimmer, stemning og kanill. „Hljómar vel“, hugsar mannveran. „Ég ætla að gera eitthvað svipað.“

 (Texti: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir)

 Staðsetning: Sýningarsalur á neðri hæð Norræna hússins, Opið frá 12:00 – 17:00  alla daga. Ókeypis aðgangur.