HÖRUND; Edda Heiðrún Backman


HÖRUND – Myndlistarsýning í anddyri Norræna hússins.

Viðfangsefni Eddu Heiðrúnar Backman á sýningunni HÖRUND eru líkamar. Þar má vissulega finna hefðbundnar fyrirsætur með báðar fætur jafnlanga, en líka flóru alls kyns líkama, marga býsna óvenjulega. Sumir eru sárir og bera ör, á einhverja vantar líkamspart, aðrir hafa fengið vængstúfa í stað útlima. Allt eru þetta fallegir líkamar.

Hörund er eins og menn vita hlífðarlag á líkama lífvera; þegar mannslíkaminn á í hlut, tölum við oftast um húð sem telst vera stærsta líffæri líkamans. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um tveir fermetrar og þyngd hennar um fimm kíló. Hjá mörgum öðrum lífverum er fremur talað um skinn eða feld. Í fornu máli merkir orðið hörund líka hold og er þá átt við kjötið sem liggur milli skinns og beina, samanber orðatiltækið að einhverjum renni kalt vatn millli skinns og hörunds.

Textann skrifaði Auður Alva Ólafsdóttir