Norrænir menningarstyrkir – upplýsingafundur – Streymi


14:00

Norrænir menningarstyrkir – upplýsingafundur með Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum í Norræna húsinu Reykjavík.
Miðvikudagur 28.október kl: 14-17.
Norræna húsið í Reykjavík.

Verið velkomin í Norræna húsið til að heyra um styrkjamöguleika sem í boði eru hjá Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum fyrir menningu og list.

Einnig er hægt að heyra af reynslu Péturs Ármannssonar hjá Dansaðu fyrir mig hópnum og Ásu Richardsdóttur sendiherra fyrir Norræna menningarsjóðinn en bæði hafa víðtæka reynslu af norrænum samstarfsverkefnum.

Beint streymi verður af fundinum á heimasíðu Norræna hússins www.norraenahusid.is.

Dagskrá

14.00 Velkomin
Mikkel Harder forstjóri Norræna hússins

14.10 Styrkir fyrir norræn samstarfsverkefni innan menningar, tengslanet og ferðalög
Laura Norppa og Annu Webb, Norræna menningargáttin

14.40 Fjármögnun á norrænum verkefnum
Ása Richardsdóttir, Norræni menningarsjóðurinn

15.10 Reynslusögur
Ása Richardsdóttir (IS), sendiherra fyrir Norræna menningarsjóðinn.
Pétur Ármannsson (IS) and Brogan Davison (UK) frá Dansaðu fyrir mig hópnum.

15:45 Kaffi

16:00 Einstaklingsráðgjöf frá ráðgjöfum sjóðanna varðandi verkefni

17:00 Fundi slitið
Verið velkomin!

Fundurinn er skipulagður af Norræna húsinu í Reykjavík, Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum.

Hér er streymi frá fundinum.