Flóttamaður eða hælisleitandi, skiptir það máli?


12:00-13:30

Flóttamaður eða hælisleitandi, skiptir það máli?

Rétturinn til hælis á Íslandi
Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína til Evrópu á undanförnum misserum til þess að flýja stríðsátök og ofsóknir í heimalandi sínu. Málefni flóttafólks hafa verið ofarlega á baugi hér á landi og von er á kvótaflóttafólki hingað til lands innan tíðar. Innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hælisleitendur verði ekki sendir til baka til Grikklands, Ítalíu og Ungverjalands, þar sem ríkin eru ekki talin örugg en á sama tíma berast fréttir af því að sýrlenskri fjölskyldu hafi verið synjað um efnislega meðferð á hælisumsókn sinni, þar sem hún sé nú þegar með hæli í Grikklandi. Hvernig fær fólk hæli á Íslandi? Hvernig eru ákvarðanirnar teknar og á hverju byggja þær?
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, lögmaður hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners, fjallar um hugtakið flóttamaður í alþjóðlegu samhengi og réttinn til hælis en hún hefur meðal annars sinnt rannsóknum fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og innanríkisráðuneytið á sviði flóttamannaréttar.
Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri á hælissviði hjá Útlendingastofnun, gerir grein fyrir íslenska lagaumhverfinu og framkvæmd og starfsemi Útlendingastofnunar.

Pallborðsumræður:
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.
Guðbjörg Ottósdóttir, aðjúnkt við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.
Fundarstjóri: Bogi Ágússtson, fréttamaður á Rúv.

Fundurinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir.

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook:www.facebook.com/althjodamalastofnun