Camilla Plum á AALTO bistro


18:00

Danski yndis- og sjónvarpskokkurinn Camilla Plum verður með sýnikennslu hjá okkur á AALTO bistro, Miðvikudaginn 4.Nóvember KL. 18.00 á ensku.

Í kjölfarið munu Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og frábæru kokkarnir okkar á AALTO bistro elda sérrétti Camillu.

Einstæður kvöldverður að hætti Camillu Plum. Verð kr. 5.500 pr. mann.

Þeir sem vilja óvænta matarupplifun, vinsamlegast bóki borð hið snarasta á netfangið: aalto@bordstofan.is – ATH. Takmarkað borðapláss!

Tveir norrænir sjónvarpskokkar á einni og sömu kvöldstund