Góður árangur danskra kvikmynda


13:00-16:00

2. október 13-16
Auditorium
AÐGANGUR ÓKEYPIS

Danskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum áratugum og mikill fjöldi frábærra kvikmynda komið þaðan sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim. RIFF býður upp á úrval danskra mynda í ár og hér verður rætt um danskt kvikmyndaumhverfi þar sem einkaaðilar og opinberar stofnanir starfa saman að því að gera frábærar myndir. Danska kvikmyndastofnunin hefur mikið að segja en hún veitir styrki, heldur námskeið og kynnir nýjar myndir.

Stjórnandi / Moderator: Charlotte Böving, leikkona.

Þátttakendur / participants: Jesper Morthorst, framleiðandi Silent Heart, Mikkel Jersin framleiðandi Þrasta, Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta.