VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM


16:00-17:00

VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

Velkomin á baráttufund SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna
föstudaginn 20. nóvember kl. 16:00 – 17:00

Tilgangur herferðarinnar „ VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM“ er að efla starfsvettvang myndlistarinnar og bæta kjör og stöðu myndlistarmanna.

Þungamiðja herferðarinnar er að kynna samning um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds í opinberum listasöfnum og öðrum sýningarsölum sem fjármagnaðar eru af opinberum aðilum, að hluta eða öllu leyti.

SÍM hefur sett af stað tvíþætta undirskriftasöfnun, þar sem niðurskurði á Myndlistarsjóði og Listskreytingasjóði er mótmælt harðlega, en þessir sjóðir eru
afar mikilvægir fyrir störf myndlistarmanna og listfræðinga.

Skorað er á Alþingi að sýna stórhug og framsýni í verki með því að styrkja þessa mikilvægu sjóði og veita 52 milljónum króna til Myndlistarsjóðs og 10 milljónum króna í Listskreytingasjóð, fyrir árið 2016.

Hægt er að skrifa undir fram til 20. nóvember, kl. 12:00.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, mun afhenda Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, undirskriftalistann á fundinum.

Dagskrá:

16:00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, flytur ávarp og opnar formlega heimasíðuna, www.vidborgummyndlistarmonnum.info.

16:10 Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, heldur erindi.

16:20 Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistamaður og stjórnarmaður í Myndlistarráði,
heldur erindi.

16:30 Ástríður Eggertsdóttir, arkitekt og stjórnarmaður í Listskreytingasjóði,
heldur erindi

16:40 Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, afhendir Vigdísi Hauksdóttur undirskriftalistann frá SÍM

16:50 Steinunn Eldflaug, flytur hljóðverk úr geimnum.