Jóladagatal Norræna hússins- Streymi
12:34
Jóladagatal Norræna hússins; Verið velkomin á Jóladagatal Norræna hússins kl. 12:34 alla daga fram að jólum.
Í Norræna húsinu er hefð fyrir því að bjóða upp á lifandi jóladagatal í desember. Rétt eins og börnin vita ekki hvaða óvænta góðgæti reynist bak við gluggana í súkkulaðidagatölunum, þá vita gestir á hádegisviðburðum Norræna húsið ekki hvað er í boði fyrr en glugginn er opnaður á dagatali. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg og má t.d. eiga von á upplestri, dansi, og alls kyns skemmtiatriðum.
Samkvæmt venju hefst dagskráin kl. 12:34 með því að viðeigandi gluggi á dagatalinu er opnaður með pompi og pragt. Þar til gerðri bjöllu er hringt og upplýst hvaða atriði er í vændum. Norræna húsið býður gestum upp á Jólaglögg (óáfengt) og piparkökur. Jóladagatal Norræna hússins 2015 gerði listakonan og söngkonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Jóladagatal Norræna hússins er haldið í Svarta Boxinu á neðri hæð hússins. Allir velkomnir !
Við streymum frá Jóladagatalinu alla daga fram að jólum. kl 12:34.
Atriði og listamenn í Jóladagatalinu í ár.
Teitur Magnússon, Hið Íslenska gítartríó, Lóa Hjálmtýsdóttir, Jófríður Ákadóttir, Lára Rúnars, Árstíðir, Dalí, Jazztríó Andrésar Thors, Bollywood dans, „This conversation is missing a point“, Ævar vísindamaður, Úlfur Úlfur, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Kór Kársnesskóla, Ísgerður Gunnarsdóttir, Jóga og eplaskífur, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Eyrún and Karl Olgeirsson, Kriðpleir, Milkywhale, Skuggamyndir frá Býsans, Leitin að tilgangi unglingsáranna, Edda Björg and Stefán Magnússon.