Rithöfundakvöld með Lars Frost


19:30-21:00

Rithöfundakvöld með Lars Frost – 25. nóvember kl. 19:30- 22:00 í Salnum.

Hinn verðlaunaði danski rithöfundur Lars Frost heldur fyrirlestur í Norræna Húsinu. Hann mun lesa upphátt úr bókum sínum. Síðan fjallar hann nánar um efni þeirra með hliðsjón af dönskum samtímabókmenntum, til dæmis hinu félagslega raunsæi Jans Sonnergaard og Jakobs Ejersbo, skandínavísku „noir“-sakamálasögunum og vistfræðilegri aðgerðastefnu Lars Skinnebach og Theis Ørntoft.

Rithöfundakvöldið fer fram á dönsku. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.