Herman Lindqvist; Bókakynning


19:00 - 21:30

Verið velkomin á bókakynningu með Herman Lindqvist  í hátíðarsal Norræna hússins 12. nóvember kl. 19-21:30. Bókakynningin fer fram á sænsku. Allir velkomnir.

Herman Lindqvist skrifaði bókina „Nýlendurnar okkar – þær sem við áttum og þær sem aldrei urðu til“ sem er hrífandi frásögn um völd og virðingu. Og um drauma. Drauma um gull og fílabein, framandi kryddvörur, sykur og tóbak. Draumar sem kostuðu þúsundir mannslífa,  þjáningar og kvalir. Draumar sem gufuðu upp í rakamettuðum frumskógum og ólgusjó. Aðeins ein borg stóð eftir á lítilli eyju í Vestur Indíum og þar er flugvöllur í dag sem heitir eftir sænskum kóngi.

Þetta eru bæði skelfilegar og skemmtilagar frásagnir. Herman Lindqvist skrifar um þrælasölu á vegum Svía og hvernig greitt var fyrir sænskt stál með þrælum og hann kryddar frásögnina með grínsögum um sjóræningja og svikahröppum sem reyna að komast yfir auðæfi gegn því að gefa Svíþjóð eyju sem ekki var til.

Ókeypis aðgangur.