Sögustund á sunnudögum – Finnska

  Verið velkomin í sögustund á finnska fyrir allar fjölskyldur í barnabókasafni Norrænu hússins. Inari Ahokas les finsku bókina Aino vill fá að vera með, eftir Kristiina Louhi. Þetta er bók um Aino, litla stelpu sem vill ekki að mamma hennar fari út án hennar, hún vill að mamma hennar verði heima og leiki við hana. […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Hvað verður um plastið?

Freyr Eyjólfsson frá Sorpu kemur og heldur fræðslu og vinnustofu um plast fyrir forvitna. Plast verður einnig endurnýtt á skapandi hátt og gamlir brúsar breytast í blómavasa og skúlptúra. Aðgengi: Til að komast inná barnabókasafn í hjólastól þarf að taka lyftu frá aðalhæð hússins niður í Hvelfingu sýningarrýmið og þar er rampur sem leiðir inná […]

MÝRIN 14. oktober: Fjölskyldudagskrá

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna-og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com Dagskrá: Myrin.is  Laugardagur 14. október: Fjölskyldudagskrá 10:00 – 10:45 – NEÐANSJÁVARSLÖKUN MEÐ EVU RÚN Fyrir 8-12 ára. Eva Rún Þorgeirsdóttir höfundur bókarinnar um Skeljaskrímslin leiðir slökun í neðansjávarhelli barnabókasafnsins á íslensku. Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins. […]

MÝRIN 13. oktober: Vinnustofur fyrir skólahópa

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna-og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com Dagskrá: Myrin.is  Föstudagur 13. október: Vinnustofur fyrir skólahópa 9:00 – 9:50 SÖGUR AF HAFSBOTNI MEÐ KRISTÍNU BJÖRGU Fyrir 8. til 10. bekk. Með Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur höfundi Dulstafaþríleiksins. Höfundur les upp úr sögum sínum […]

MÝRIN 12. oktober: MÁLÞING

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com Dagskrá: Myrin.is Fimmtudagur 12. október: MÁLÞING Fyrirlestrasalur | Málþingið fer fram á ensku nema annað sé tekið fram. 9:00 – 9:10 – SETNING MÝRARINNAR 2023 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flytur setningarávarp. 9:15 – 9:45 – […]

VESTNORRÆNI DAGURINN: áhrif dönsku og ensku á móðurmálið

Á málþinginu verður fjallað um tengsl íslensku, færeysku, grænlensku og norsku við dönsku og ensku og varpað ljósi á stöðu tungumálanna í samtímanum. Kynnt verður til sögunnar nýtt fræðirit um tungumál og menningu á vestnorræna svæðinu, sem ber heitið Sprog- og kulturkontakt i Vestnorden. Om det færøske, grønlandske, islandske og norske sprogs møde med dansk. […]

LEIÐSÖGN OG SÍÐASTA SÝNINGARHELGI: Grímur

Velkomin á leiðsögn, Sunnudaginn 24. September kl 15:00 um sýninguna GRÍMUR.  Sýningarstýran Ynda Eldborg mun leiða gesti um sýninguna, fara yfir valin verk og ræða sögulegt mikilvægi sýningarinnar. Leiðsögnin verður á íslensku. Lesið meira um sýninguna hér.  Verk frá sýningunni GRÍMUR eftir listamennina Gøran Ohldieck og Kjetil Berge Aðgengi: Andyri og Elissa (Salur) eru aðgengileg […]

Dómnefndarfundir norrænu bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir hjá dómnefnd Norrænu bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Tveir af meðlimum dómnefndarinnar, þau Stefan Kjerkegaard frá Danmörku og Sanna Klein frá Færeyjum, […]

STUTTMYNDASÝNING: í samvinnu við Y gallerý

STUTTMYNDASÝNING með Laura Sundermann and Krzysztof Honowski: í samvinnu við Y gallerý. Sýningin er haldin í tengslum við sýninguna Nightmare Fuel sem stendur í Y gallerý.    Sýning stuttmynda: 19:00 – 19:35 Q & A með listamönnum: 19:35 – 20:00 (á ensku) Beasts of No Nation eftir Krzysztof Honowski ásamt Laura Sundermann (9:28 mín) Stuttmyndar esseyja um hópamyndun, þjóðernishyggju […]

SHOPTALK #1 með Þorbjörgu Jónsdóttur og Lee Lorenzo Lynch

SHOPTALK#1  Hvað er „Shoptalk“? Ólíkt hefðbundnum listamannaspjöllum, þar sem myndlistarmenn stíga á svið til að ræða verk sín og ferli, víkkar „Shoptalk“ sjóndeildarhringinn til að rýna í skapandi huga tónlistarmanna, dansara, danshöfunda og fjölda annarra skapandi listamanna annarra en þeirra sem fást við sjónlistir. Markmið þessarar „Shoptalk“ seríu er að vera vettvangur fyrir alla, hvort […]

HJERTELYD: ungbarnaópera

Hjertelyd er ungbarnaópera fyrir börn á aldrinum 0-2,5 árs og forráðamenn þeirra. Í Hjertelyd er litlum og stórum áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin geta kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómar í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur mjúk og ullarkennd efni umkringja rýmið. Það er pláss […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Bókaormurinn á Vestnorræna deginum

Stuttur lestur á færeysku og íslensku úr bókum sem hlutu tilnefningar til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna. Færeyski tónlistarmaðurinn Sakaris Emil Joensen les úr fallegu bókinni Strikurnar sem tilnefnd er í ár til Norrænu barnabókmenntaverðlaunanna og er eftir Dánial Hoydal og Anniku Øyrabø. Hann mætir einnig með ukulele og spilar nokkur vel valin færeysk barnalög að lestri loknum. […]

BÍÓSÝNING & SÖGUSTUND: Ronja Ræningjadóttir

Ronja Ræningjadóttir: Sýning á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð & sögustund 6+ / Fjölskyldumynd, Ævintýri, Drama |  Tage Danielsson | 1984 | Svíþjóð | 126 mín. | Íslensk talsetning Sunnudaginn 29. október sýnum við klassísku myndina um Ronju Ræningjadóttur í ELISSU sal. Sýningin er hluti af Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík í samstarfi við Bíó Paradís. Myndin er sýnd í […]

Dómnefndarfundir norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna

Nú standa yfir fundir dómnefndar Norrænu barna- og ungmenna bókmenntaverðlaunanna í þeim tilgangi að velja verðlaunabók fyrir árið 2023. Bókin sem verður fyrir valinu verður tilkynnt þann 31. október. Í gær heimsótti dómnefndin bókasafn Norræna hússins og lauk heimsókninni með kvöldmat á Sónó matseljum. Hér að neðan er hægt að fá innsýn í ferlið sem […]

Fundur Fólksins: Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið

Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið – tækifæri til framtíðar Við ættum að borða meira grænmeti og minna kjöt bæði heilsunnar vegna og loftslagsins vegna. Í fyrsta skipti snúast norrænu næringarráðleggingarnar bæði um hvaða matur er góður fyrir heilsuna – og fyrir umhverfið. Norrænu næringarráðleggingarnar eru afrakstur fimm ára vinnu þar sem um 400 vísindamenn […]

Fundur Fólksins: Húsnæðisstefna í þágu allra

Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri? Í takt við sífellt aðþrengdari húsnæðismarkað hefur framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði orðið að lykiláherslu í húsnæðisstefnum Norðurlandanna. Í opinberri stefnumótun er kveðið á um að útvega eigi nýtt húsnæði í mismunandi verð- og leiguflokkum með það að markmiði að ná til breiðari hluta […]

Fundur Fólksins: Samfélagsvitund og lýðræði

Samfélagsvitund og lýðræði – hvernig eflum við þáttöku ungmenna í félagsstarfi?  Ísland og Norðurlöndin eru þekkt fyrir öflugt og jákvætt frístundastarf, og ungmenni hafa kost á að ganga í fjöldan allan af félögum og klúbbum. Slík félög eru oftar en ekki staður þar sem ungt fólk getur eflt sjálfstraustið, eignast nýja vini og sinnt áhugamálum […]

FUNDUR FÓLKSINS: Lýðræðishátíð 2023

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins mun eiga sér stað í Norræna húsinu 15. og 16. September. Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er þinn vettvangur! SJÁ ALLA DAGSKRÁ Fjölmargir þátttakendur hafa boðað komu sína á hátíðina í ár og munum við sjá fjölbreytt umræðuefni, viðburði og samtöl auk skemmtidagskrár á meðan á hátíðinni stendur. Stjórnmál, menning, listir, grasrótin, virkni, umræður, reynslusögur […]

Sögustund á sunnudögum – Norska

Verið velkomin á sögustund á norsku fyrir alla fjölskylduna í barnabókasafni Norræna hússins.  Lesin verður saga í tengslum við nýja sýningu á barnabókasafni sem byggð er á bókinni „Undir Íshellunni“, sýningin fjallar um dýrin og plönturnar sem búa í sjónum. Eftir lesturinn verður í boði að föndra eitthvað skemmtilegt saman.

GRÍMUR: Leiðsögn með sýningarstýru

Velkomin á leiðsögn, Laugardaginn 2. September kl 15:00 um sýninguna GRÍMUR.  Sýningarstýran Ynda Eldborg og Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir sagnfræða, munu leiða gesti um sýninguna, fara yfir valin verk og ræða sögulegt mikilvægi sýningarinnar. Lesið meira um sýninguna hér.  Aðgengi: Andyri og Elissa (Salur) eru aðgengileg öllum, aðgengilegt salerni er á hæðinni og öll salerni hússins […]

Undir Íshellunni

Undir Íshellunni – Ný sýning á barnabókasafni Verið velkomin á barnabókasafn Norræna hússins þar sem öllum er boðið að leika, læra og lesa í ævintýralegu neðansjávarumhverfi sem við höfum skapað inn á milli bókanna.  Sýningin er sérstaklega miðuð að börnum og fjölskyldum þeirra og er hluti að fræðslustarfi Norræna hússins fyrir börn og ungmenni. Kynnið […]

OPNUN: Sýningin Grímur opnar eftir 40 ára bið

Verið velkomin á sýningaropnun.  Fimmtudag 10. Ágúst.  kl 17:00 – 19:00 Listamaðurinn Kjetil Berge verður viðstaddur opnunina. Norska sendiráðið býður uppá veitingar. – – – Árið 1983 komu til landsins tveir norskir myndlistamenn þeir Göran Ohldieck og Kjetil Berge. Tilgangur ferðar þeirra var að setja upp stóra sýningu í sal Norræna hússins GRÍMUR/MASKER – yfir 200 […]

OLLIANNA: sögustund & fjölskyldustund

Ollianna er ný myndabók frá Gro Dahle um að velta því fyrir sér hvort þú sért strákur eða stelpa og hvað gerist ef þú þorir að vera þú sjálfur. Höfundarnir taka upp stór þemu eins og kyn og sjálfsmynd. Bókin er fallega myndskreytt af Kaia Dahle Nyhus og eru tilfinningar Olíönnu dregnar fram með einföldum […]

KYNNING Á STYRKJUM frá NAPA: Langar þig til Grænlands?

Verið velkomin á kynningu á þeim styrkjum sem NAPA á Grænlandi hefur að bjóða.  „FIND FUNDING FOR YOUR PROJECT: INTRODUCTION TO NAPA’S GRANT PROGRAMS“ Langar þig að vinna verkefni á Grænlandi? Hefur þú áhuga á að komast í samstarf innann lista- og menningar Á Grænlandi og öðrum Norðurlöndum? Ertu með hugmynd að verkefni á Norðurslóðum […]

MENNINGARNÓTT: Leiðsögn með sýningarstjóra

Verið velkomin á leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna „For Those Who Couldn’t Cross the Sea“, Laugardaginn 19. Ágúst kl 14:00. Sýningarstjóri er Elham Fakouri. Listamenn: Adel Abidin (IQ/FI) Ahmed Umar (SD/NO) Ibi Ibrahim (YE/US) Thana Faroq (YE/NL) Pınar Öğrenci (TR/DE) Myndir: verk Pinar Ögrenci í sýningunni „For Those Who Couldn’t Cross the Sea“ Mynd: Eyþór Árnason.  

GRÍMUR: Ritskoðun hinsegin listar, umræður á regnbogaráðstefnu Hinsegin Daga

Verið innilega velkomin á samtal um sýninguna GRÍMUR og ritskoðun hinsegin listar klukkan 09:45 í Sunnusal IÐNÓ.  Þátttakendur eru: Ynda Eldborg, sýningarstýra Kjetil Berge, listamaður Böðvar Björnsson, fyrrverandi aktívisti hjá Samtökunum ’78. Katrín Oddsdóttir, lögræðingur Samtalinu stýrir Steinunn Sigþrúðar Jónsdóttir og fer það fram á ensku. Hér má sjá alla dagskrá Regnbogaráðstefnunar.

FIMMTUDAGURINN LANGI: Leiðsögn sýningarstjóra og löng opnun

Síðasti fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi! Verið velkomin á langa opnun fimmtudaginn 31. Ágúst. Við verðum með opið 10:00 – 21:00 í Hvelfingu þar sem sjá má sýninguna „For Those Who Couldn’t Cross the Sea“. Sýningarstjóri sýningarinnar er Elham Fakouri og klukkan 18:00 mun hún leiða gesti um sýninguna. Listamenn: Adel Abidin (IQ/FI) Ahmed Umar (SD/NO) […]

FIMMTUDAGURINN LANGI: Opið til klukkan 21:00

Síðasti fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi! Verið velkomin á langa opnun fimmtudaginn 27. Júlí. Við verðum með opið 10:00 – 21:00 í Hvelfingu þar sem sjá má sýninguna „For Those Who Couldn’t Cross the Sea“, sýningarstjóri er Elham Fakouri. Adel Abidin (IQ/FI) Ahmed Umar (SD/NO) Ibi Ibrahim (YE/US) Thana Faroq (YE/NL) Pınar Öğrenci (TR/DE) Myndir: verk Pinar Ögrenci í […]

GRÍMUR

Árið 1983 komu til landsins tveir norskir myndlistamenn þeir Gøran Ohldieck og Kjetil Berge. Tilgangur ferðar þeirra var að setja upp stóra sýningu í sal Norræna hússins GRÍMUR/MASKER – yfir 200 ljósmyndaverk og skyggnur sem rík voru af hinsegin orðræðu og fagurfræði. SÝNINGARSKRÁ Það voru ekki margir sem sáu þessa sýningu þar sem hún var einungis uppi […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Kurt Uenala & Jack Armitage

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá eru Kurt Uenala & Jack Armitage sunnudaginn 30. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Verið velkomin á síðustu tónleikana í PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins 2023. Það gleður okkur að kynna stórkostlega tónlistarmanninn Kurt Uenala ásamt Jack Armitage. Fyrir þessa tónleika […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Angela Rawlings & Rike Scheffler

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá er Angela Rawlings ásamt Rike Scheffler, sunnudaginn 23. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Kanadísk-íslenska listamanneskjan Angela Rawlings og þýska ljóðskáldið, tónlistarkonan og listakonan Rike Scheffler frumsýna nýtt samstarf sitt á Pikknikk í Norræna húsinu þann 23. Júlí næstkomandi. Með […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Stijn Brinkman

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá tónlistarmaðurinn Stijn Brinkman, sunnudaginn 16. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Á fjórðu tónleikunum í PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins býður tónlistarmaðurinn Stijn Brinkman upp á tónleika og listinnsetning um ást til heimsins í kringum okkur, byggða á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, […]

LISTAMANNASPJALL: For Those Who Couldn’t Cross The Sea

Verið velkomin á listamannaspjall með listamönnunum Adel Abidin, Ahmed Umar, Thana Faroq og Ibi Ibrahim, Sunnudag 11. Júní kl 14:00. Sema Erla Sedar tekur einnig þátt í samtalinu og flytur stutta hugvekju. Sýningarstjórinn Elham Fakouri leiðir spjallið.  Athugið að samtalið fer fram á ensku. For Those Who Couldn’t Cross the Sea er þverfagleg samsýning sem sýnir verk fimm miðausturlenskra listamanna. […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Nýtt kort af Norræna húsinu eftir Rán Flygenring

Glænýtt kort myndhöfundarins Ránar Flygenring verður aðal viðfangsefni fjölskyldustundar næsta laugardags. Kortið sýnir á skemmtilegan hátt virkni Norræna hússins á efri og neðri hæð ásamt því að draga fram útisvæðið og fuglana sem er algengast að finna á fuglaverndunarsvæðinu fyrir utan. Litablöð byggð á nýja kortinu verða á staðnum og hægt verður að lita útisvæðið, […]

Surtsey LAVALOVE: Listamannaspjall

Norskir og íslenskir sviðslistamenn, tónskáld og rithöfundar þau Beatur, Jón Magnús Arnarsson, Mette Karlsvik og Sondre Pettersen koma saman í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. júní og spjalla saman um sviðslistir á Íslandi og í Noregi. Væntanlegir tónleikar þeirra Surtsey LAVALOVE, sem haldnir verða í Laugarneskirkju Föstudaginn 9. Júní, verður upphafspunktur samtals þeirra. Horfið á tónleikabrot […]

SUMARNÁMSKEIÐ: Hvaða fuglar búa í kringum Norræna húsið?

Á sumarnámskeiði Norræna hússins verða gerð listaverk og föndur í tengslum við fugla, náttúru og sýningar hússins. Lagt verður áhersla á skapandi leik og verður nýtt kennslu efni frá Rán Flygenring notað til að læra um húsið. 19. – 22. júní kl. 9:30-12:00 Aldur 8-12 ára Kennarar verða Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi Norræna hússins, Sean Patrick […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Sara Flindt

Verið velkomin á aðra tónleika PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins. Næst er það Sara Flindt sem spilar fyrir okkur sunnudaginn 2. júlí.  Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.   Sara Flindt sem er fædd í Danmörku og uppalin á Íslandi, mótaðist í æsku af skóglendi og talar nú til […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: MC MYASNOI

Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá eru MC MYASNOI sunnudaginn 9. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. MC MYASNOI hefur verið sérstaklega virk í afbyggðri raftónlist utan úr geimnum, en eins og íslenska veðrið getur allt breyst mjög óvænt með MC MYASNOI. Textar þeirra eru á […]

PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Sakaris

Sumartónleikaröð Norræna hússins hefst með hinum færeyska SAKARIS. Verið velkomin í PIKKNIKK Sunnudaginn 25. Júní! Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.   „J-pop meets 80s glam pop meets devastating Nordic skepticism.“ Allt frá fyrstu breiðskífu sinni árið 2012 hefur þessi færeyski raftónlistamaður getið sér nafns sem holdgervingur sérkennilegrar, melódískrar og einstaklega […]

Kynning á styrkjamöguleikum

Ertu með hugmynd fyrir verkefni innan lista/menningar og samstarfs á Norðurlöndum og/eða Eystrasaltslöndum? Ertu í leit að fjármagni til að gera hugmyndina að veruleika? Eða viltu kannski bara kynna þér möguleikana sem eru í boði? Þriðjudaginn 23 Maí klukkan 17:00 verður Geir Lindahl ráðgjafi hjá Nordic Culture Point með kynningu á lista-/menningar- og samstarfsstyrkjum í […]

Komdu og hittu sérfræðinga Bruun Rasmussens-uppboðshússins á Íslandi

Við leitum að nútímalist og norrænum listaverkum fyrir haustuppboðin ásamt hönnunargripum, eldri málverkum, skartgripum, silfurmunum og armbandsúrum, myntum, heiðurspeningum, peningaseðlum og frímerkjum, bréfum og gömlum póstkortum. Staðsetning fyrir mat á hlutum: Elissu salur Norræna hússins 31. maí frá kl. 14-17.  Ef frekari upplýsinga er óskað eða heimsóknar til að meta hluti, vinsamlegast hafið samband við:Peter […]

LÖGVERNDUN NÁTTÚRU OG UMHVERFIS Á TÍMUM STRÍÐS OG FRIÐAR: UMHVERFISMORÐ SEM REFSIHÆFUR GLÆPUR

*Íslensk þýðing væntanleg* Biologisk mangfold og et velfungerende økosystem er grunnleggende for å opprettholde en harmonisk balanse mellom livene på jorda og en bærekraftig sivilisasjon. Ikke minst for å regulere klimaet. Dagens naturvern blir sjeldent overholdt. I fredstider er håndhevingen av naturvern mager, og i krigstider havner den i skyggen av andre grusomheter og menneskerettighetsbrudd. […]

For Those Who Couldn’t Cross the Sea

SÝNINGARSKRÁ I want to go home, but home is the mouth of a shark. Home is the barrel of the gun and no one would leave home unless home chased you to the shore.Unless home told you to quicken your legs, leave your clothes behind, crawl through the desert, wade through the oceans,drownsavebe hungrybegforget pride.your survival […]

HÖNNUNARMARS: Opnun í Norræna húsinu

Verið velkomin á opnun í Norræna húsinu í tilefni að Hönnunarmars. Hjá okkur verða margir viðburðir og sýningar, fyrir alla aldurshópa. Lesa má um alla viðburði hér á heimasíðu okkar: Adapt & Evolve Kofinn: Fjölskyldustund Norræn Hönnunarhefð í Argentínu Stólar: Fjölskyldustund Lúpína í Nýju Ljósi Varðveisla á SÓNÓ Hönnum Húsgögn: Fjölskyldustund Kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ DJ […]

HÖNNUNARMARS: Fjölskyldustund

Með ímyndunarafli, blýanti, pappír, skærum og límbandi búum við til samansafn af litlum þrívíðum hlutum í formi stóla (kvarði 1:5). Smiðjan miðar að því að móta hversdagslegan hlut á fljótlegan og auðveldan hátt. Jafnframt ætti æfingin vonandi að vekja áhuga þátttakenda á hönnun, formi og skapandi ferli. Bettina Nelson er sænsk-enskur tilraunahönnuður með aðsetur í […]