VESTNORRÆNI DAGURINN: áhrif dönsku og ensku á móðurmálið


15:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Á málþinginu verður fjallað um tengsl íslensku, færeysku, grænlensku og norsku við dönsku og ensku og varpað ljósi á stöðu tungumálanna í samtímanum. Kynnt verður til sögunnar nýtt fræðirit um tungumál og menningu á vestnorræna svæðinu, sem ber heitið Sprog- og kulturkontakt i Vestnorden. Om det færøske, grønlandske, islandske og norske sprogs møde med dansk. Jafnframt verður fjallað um nýjar rannsóknir á tungumálatengslum og þróun tungumála á vestnorræna svæðinu.

Málþingið fer fram í Veröld – húsi Vigdísar föstudaginn 22. september kl. 15.30-17.30.

Að málþinginu loknu verður haldið í Norræna húsið þar sem dagskráin hefst kl. 18.00 með stuttu ávarpi. Að því loknu flytur vísnasöngkonan Þorgerður Ása nokkur vestnorræn lög í bland við eigið efni. Hún nam vísnasöng og gítarleik við Norræna lýðhásskólan í Kungälv í Svíþjóð og djasssöng í tónlistarskóla FÍH og hefur komið víða fram á tónleikum bæði hérlendis og á Norðurlöndunum.

Málþingið fer fram á dönsku. Öll velkomin.

Ved seminaret bliver forholdet mellem islandsk, færøsk, grønlandsk, norsk på den ene side og dansk og engelsk på den anden side diskuteret og sprogenes aktuelle tilstand bliver belyst. Ved denne lejlighed bliver en nyudgivet fagbog om sprog og kultur i Vestnorden med titlen Sprog- og kulturkontakt i Vestnorden. Om det færøske, grønlandske, islandske og norske sprogs møde med dansk præsenteret. Endvidere kan man stifte bekendtskab med ny forskning om sprogrelationer og udvikling af sprog i Vestnorden.

Dagskrá:

Lag på lag i byen: fra latin til multietnolekt. Agnete Nesse prófessor við Háskólann í Bergen.

Á ranguni (á röngunni)/på vrangen, inside/out. Ændringer i forholdet mellem det færøske, danske og engelske sprogs status og funktion i det færøske uddannelsessystem og samfund, herunder i ny færøsk litteratur, i det 21. århundrede. Bergur D. Hansen lektor og deildarforseti við Fróðskaparsetur Færeyja.

Sproglige forhold i Island med henblik på modersmål og fremmedsprog. Þórhildur Oddsdóttir aðjúnkt emeritus við Háskóla Íslands.

Grønlandsk, dansk og engelsk inden for skolesystemet og andre uddannelser i Grønland, set fra de unges perspektiv. Nitta Lyberth-Mørch, aðjúnkt við Háskóla Grænlands.

Boðið verður upp á léttar veitingar í Norræna húsinu kl 18.00. Haldið verður stutt ávarp og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir flytur nokkur norræn lög.

Kynnir: Gísli Magnússon prófessor

Lesa má nánar um viðburðinn og erindin hér.