MÝRIN 14. oktober: Fjölskyldudagskrá


10:00
Salur & Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Á KAFI ÚTI Í MÝRI: MÝRIN 2023. Alþjóðleg barna-ounglingabókmenntahátíð í Norræna Húsið

Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com

Dagskrá: Myrin.is 

Laugardagur 14. október: Fjölskyldudagskrá

10:00 – 10:45 – NEÐANSJÁVARSLÖKUN MEÐ EVU RÚN
Fyrir 8-12 ára. Eva Rún Þorgeirsdóttir höfundur bókarinnar um Skeljaskrímslin leiðir slökun í neðansjávarhelli barnabókasafnsins á íslensku.
Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins.

10:00 – 10:45 – HVALASMIÐJA MEÐ JENNI DESMOND (UK)
Fyrir 3-7 ára. Hér kynnast þátttakendur sögunni um Bláa hvalinn og skapa sína eigin hvali. Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Norræna hússins.

11:00 – 11:45 – LEIÐSÖGN UM NEÐANSJÁVARSÝNINGUNA
Allur aldur. Erling Kjærbo og Hrafnhildur Gissurardóttir frá Norræna húsinu leiða þátttakendur um undur hafsins á íslensku.
Staðsetning: Barnabókasafn Norræna hússins.

11:00 – 11:45 – VATNSRENNIBRAUTASMIÐJA MEÐ NICK WHITE (UK)
Fyrir 8-12 ára. Hannaðu þína eigin vatnsrennibraut með því að nota skæri, lím og pappír í alls konar lit. Leyfðu hugmyndafluginu að ráða för! Hvaða vatnsrennibraut hefur þig alltaf langað til að sjá verða að veruleika? Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.
Staðsetning: Fyrirlestrasalur Norræna hússins.

13:00 – 13:45 – HAFMEYJUSMIÐJA MEÐ JESSICU LOVE (US)
Hannaðu þinn eigin hafmeyjubúning! Hvað einkennir hafmeyjur? Hvernig klæða þær sig fyrir ball? Hér getur þú fengið að vita allt sem þig langaði að vita um hafmeyjur og um leið skapað þína eigin. Smiðjan fer fram á íslensku og ensku.
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Norræna hússins.

14:00 – 14:45 – NEÐANSJÁVARBALL!
Allur aldur. Við lokum hátíðinni með því að slá upp balli í neðansjávarhelli barnabókasafnsins. DJ Lóa úr FM Belfast, konfetti og hörkustuð! OG enn þá skemmtilegra ef þú mætir í hafmeyju eða sjávardýrabúning.
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Norræna hússins.

Aðgengi: Elissa fyrirlestrarsalur, Alvar og Aino eru með gott aðgengi fyrir hjólastóla, smá þröskuldur er inn í herbergin Alvar og Aino. Aðgengileg salerni er á hæðinni og öll salerni eru kynhlutlaus. 
Barnabókasafnið og Hvelfing eru aðgengileg með lyftu frá aðalhæð hússins. Til að komast á barnabókasafnið þaðan er best að ráðfæra sig við starfsmann á bókasafnið. Verið öll velkomin!