FJÖLSKYLDUSTUND: Hvað verður um plastið?


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Freyr Eyjólfsson frá Sorpu kemur og heldur fræðslu og vinnustofu um plast fyrir forvitna. Plast verður einnig endurnýtt á skapandi hátt og gamlir brúsar breytast í blómavasa og skúlptúra.

Aðgengi: Til að komast inná barnabókasafn í hjólastól þarf að taka lyftu frá aðalhæð hússins niður í Hvelfingu sýningarrýmið og þar er rampur sem leiðir inná barnabókasafn. Starfsfólk bókasafns geta gefið góðar leiðbeiningar. 
Aðgengilegt salerni er á aðalhæð hússins og öll salerni hússins eru kynhlutlaus. 

Photo credit: caactuscare.com