OLLIANNA: sögustund & fjölskyldustund


11:30 - 13:30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Ollianna er ný myndabók frá Gro Dahle um að velta því fyrir sér hvort þú sért strákur eða stelpa og hvað gerist ef þú þorir að vera þú sjálfur. Höfundarnir taka upp stór þemu eins og kyn og sjálfsmynd. Bókin er fallega myndskreytt af Kaia Dahle Nyhus og eru tilfinningar Olíönnu dregnar fram með einföldum línum og litum.

Olli hefur alltaf verið Olli. Litli strákur mömmu og pabba. Pabbi vill ganga yfir mýrina og vaða yfir ána, hlaupa og veiða og klífa fjalls toppa og vill að Olli sé sterkur. Olli er með sterk augu og góða sjón og sér að Olli er ekki Olli. Hvað mun gerast ef hann verður Ollianna? Vill pabbi kannast fara í fjallgöngur með Oliönnu?

Olianna upplifir tilfinningar í gegnum liti og sér mömmu sem rauða og pabba sem bláan – (amk þegar pabbi er reiður). Mamma er rauð eins og djúpur og hlýr sófi og vörubíll fullur af orðum. Olianna upplifir skilning og hlýju strax frá móður sinni og gula hundinum sínum en seinna frá föður sínum – eftir að hann lærði að sjá og skilja betur.

Eftir stuttan upplestur á norsku er gestum boðið að teikna og mála tilfinningar í gegnum skemmtilegar æfingar.
Smiðjan er haldin í tilefni af Gleðivikunni og til að fagna fjölbreytileikanum. Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
Athugið að aðgengi er fyrir hjólastóla í gegnum Hvelfingu, myndlistarrými. Aðgengilegt salerni er á efstu hæð, aðgengi með lyftu. Öll salerni eru kynhlutlaus. Vinnustofan fer fram á norsku, íslensku og ensku.