HJERTELYD: ungbarnaópera


10:00 og 11:30
Salur
Miðaverð ISK 0 – 1.500Kaupa miða

Hjertelyd er ungbarnaópera fyrir börn á aldrinum 0-2,5 árs og forráðamenn þeirra.

Í Hjertelyd er litlum og stórum áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin geta kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómar í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur mjúk og ullarkennd efni umkringja rýmið.
Það er pláss fyrir alla í Hjertelyd – börnin taka þátt í flutningi verksins með því að mynda sín eigin hljóð og hreyfa sig meðan þau fá að njóta alls kyns lita og tóna – og upplifa ef til vill óperutónlist í fyrsta sinn! Áhorfendur sitja í hring í kringum lítið svið og börnin geta auðveldlega skriðið um og heilsað upp á tónlistarfólkið og skoðað leikmunina.

Engrar tungumálakunnáttu er krafist þar sem lögð er áhersla á leik að hljóðum og orðum á ýmsum tungumálum. Börn sem hafa ekki byrjað að nota tungumál til að tjá sig, fá þá tækifæri til að upplifa sýninguna með öllum líkamanum og skynfærum.

Verið velkomin!

Tvær sýningar Laugardaginn 21 Október 

kl 10:00
kl 11:30 

Þrjár sýningar Sunnudaginn 22. Október 

kl 10:00 

kl 11:30
kl 14:00

 

AÐGENGI: Elissa Salur Hefur gott aðgengi og á sömu hæð eru aðgengileg salerni. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus.