Fjaðrir

Velkomin à Fjaðrir – sýning í Norræna húsinu! Velkomin à sýningu í andyri Norræna hússins frá 18. mars – 30. mars. Sýningin Fjaðrir er haldin af tilefni Sjónlistadagsins sem er samnorrænn dagur myndlistar og verkin unnin af nemendum í 4. og 6. bekk Fellaskóla. Verkin unnin undir leiðsögn Gretu S. Guðmundsdóttur myndmenntakennara og Magneu Þ. […]

Páskaopnun: opnunartímar, sýningar og páskaegg!

Páskarnir eru á næsta leiti, hér má sjá viðburði og opnunartíma.   Skírdagur 28. Mars: Opið 10:00 – 21:00 Föstudagurinn Langi, 29. Mars: Lokað Laugardagur 30. Mars: Opið Sunnudagur 31. Mars: Lokað Mánudagur 1. Apríl: Lokað Sýningin Wasteland er opin í Hvelfingu og á ganginum (atrium) á aðalhæð má sjá sýninguna Fjaðrir sem nemendur 4. […]

Sjónlistadagurinn í Norræna húsinu

Sjónlistadagurinn í Norræna húsinu Sýning á verkum nemenda 4. og 6. bekkjar Fellaskóla Sjónlistardagurinn er samnorrænn myndlistardagur barna og ungmenna sem haldin er hátíðlegur ár hvert. Dagurinn þjónar þeim tilgangi að sýna og upphefja myndlist og möguleika listgreina. Markmiðið er að dagurinn verði haldin hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum í skólum, söfnum og stofnunum. Á Íslandi er […]

DAGUR NORÐURLANDA 2024

Norðurlönd framtíðarinnar: Aukið samstarf í þágu friðar og öryggis Í tilefni dags Norðurlanda, sem markar undirritun Helsinki-sáttmálans árið 1962, blásum við til málþings um framtíð norræns samstarfs í breyttu geópólitísku landslagi. Í heimi sem einkennist af auknum átökum, skautun og fordómum í garð minnihlutahópa, standa Norðurlöndin nú á mikilvægum krossgötum. Þar sem norrænt samstarf stendur […]

Höfundakvöld með Joanna Rubin Dranger

Við erum stolt af því að kynna höfundakvöld með handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023, Joanna Rubin Dranger, í samtali við Tinnu Ásgeirsdóttur. Saman munu þær ræða höfundaverk og listköpun Dranger og kafa dýpra í nýjasta verk hennar – hina verðlaunuðu myndaskáldsögu Ihågkom oss till liv. Samtalið fer fram á sænsku. Joanna Rubin Dranger (f. 1970) er listamaður, […]

Höfundakvöld: Carl Jóhan Jensen & Einar Már

Verið öll velkomin á næsta höfundakvöld í Norræna húsinu. Viðburðurinn er í samstarfi við Sendiskrifstofu Færeyja á Íslandi. Þann 25. ágúst næstkomandi kl 16:00 mun Einar Már Guðmundsson leiða samtal við færeyska rithöfundinn Carl Jóhan Jensen, þar sem þeir ræða verk og feril þess síðarnefnda. Samtalið fer fram á íslensku og mun Hanna í Horni, […]

Höfundakvöld með Marie Aubert

Það gleður okkur að kynna norskt höfundakvöld í samstarfi við norska sendiráðið og Norla! Gestum er boðið að hlýða á rithöfundinn Marie Aubert í samtali við Silje Beite Løken, saman munu þær ræða höfundaverk Auberts. Samtalið fer fram á norsku. Marie Aubert (f. 1979) gaf út frumraun sína í skáldskap árið 2016, smásagnasafnið Get ég […]

Innangarðs og utan: söfnun á jaðrinum  

Safnasafnið og Nýlistasafnið leiða saman hesta sína í samstarfi við Norræna húsið og blása til málþings  um söfnun á jaðrinum, umhverfi safna með sértæk markmið og söfnunargildi – hvert hlutverk þeirra sé innan vistkerfi lista og hvert þau stefna.  Erindi flytja: Margrét M. Norðdahl, stofnandi Listvinnslunnar, í stjórn Listar án landamæra og áður í stjórn […]

Þarf alltaf að byggja nýtt?

Í fyrsta skipti frá upphafi Norræna hússins er bókasafnið okkar jafn tómt og á myndinni frá því áður en starfsemi hófst í byggingunni. Nú er búið að loka, tímabundið, þessu merka herbergi hússins sem er svo þýðingarmikið fyrir margar kynslóðir norrænna bókaunnenda í Reykjavík og okkur öll sem höfum á einhverjum tímapunkti starfað í húsinu. […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Fuglar fyrir Gaza

Við bjóðum börnum á öllum aldri að búa til og skreyta pappírsfugla fyrir börnin á Gaza. Hver fugl verður tileinkaður barni sem týnt hefur lífi síðustu mánuði, og merkja fuglinn með nafni barns til minningar um það. Fuglarnir verða hengdir upp í loft Norræna Hússins þar sem þeir fljúga saman í fögrum og öruggum fuglahópi, […]

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Þrettán skáldsögur, ljóðasöfn og frásagnir hafa hlotið tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Tilnefningarnar í ár endurspegla öflugt svið fagurbókmennta sem nær til Norðurlanda allra. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1962. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Í […]

NeoArte: Synthesizer of Arts

Í nútímanum eru landamæri milli hinna mismunandi skapandi greina að mást út. Tónsmiðir skrifa vídeóverk og myndlistarfólk skapar hljóðinnsetningar. Það er orðið æ erfiðara að greina á milli, en auðveldara verður að sjá samnefnara. Við setjum okkur í hlutverk ratsjár – reynum að benda fingri á breytingarnar – dálítið eins og sónar – könnum við […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Hvalasmiðja

Verið velkomin á skemmtileg og fræðandi Hvalasmiðju! Við munum kynnast mögnuðum aðlögunum hvala að hinu krefjandi búsvæði vatns og sjávar. Hvalir eru að mörgu leiti furðuleg spendýr sem hafa sagt skilið við fætur, hár og ýmsa aðra eiginleika spendýra en hafa þess í stað aðlagast sjávarumhverfinu á ótrúlegan hátt. Sú þróun hefur leitt af sér […]

(Post)

SKOÐA SÝNINGARSKRÁ Á myndlistarsýningunni (Post) má sjá fjölbreytt listaverk frá árunum 2005 til 2021, mestmegnis eftir norræna listamenn sem spyrja krefjandi spurninga um og endurspegla samtíð okkar og framtíð. Undirliggjandi þema þessara fjölbreyttu verka er mannöldin – yfirstandandi tímabil jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannfólks á loftslag og vistkerfi plánetunnar. Í flestum verkanna er unnið […]

Arkitektúr sem afl í kennslu        

Kennurum, fræðslufulltrúum, foreldrum og þeim sem hafa áhuga á miðlun og þróun kennsluefnis er boðið til að hlýða á erindi þar sem Guja Dögg Hauksdóttir og Pihla Meskanen miðla af reynslu sinni og frumkvöðlastarfi í þróun á kennslu í byggingarlist.  Kennsla í byggingarlist snertir á margvíslegum þáttum sem stuðla að því að þroska þverfaglegar úrlausnir […]

VETRARFRÍ: námskeið fyrir 7- 10 ára

Ókeypis námskeið í vetrarfríi fyrir 7-10 ára gömul börn. Krakkarnir fá að kynnast sýningunni Wasteland sem snýst um sjálfbærni í arkitektúr – ýmsar æfingar verða gerðar í tengslum við byggingarlist og endurunnin efnivið. Námskeiðið verður bæði 19. og 20. Febrúar á milli klukkan 10:00 – 12:00. Sniðugt er að mæta með smá hressingu. Hægt er […]

„IT PLAYS HARD“: íslenskar súper 8mm kvikmyndir

Verið velkomin á tvöfalda sýningu af íslenskum súper 8mm Avant-garde kvikmyndum og úrvali sjaldgæfra mynda úr hinu mikla súper 8mm kvikmyndasafni Páls Óskars. Meðal kvikmyndagerðarmanna eru: Maria Meldgaard, Haust, Vilborg Lóa Jónsdóttir, Óðal, Lee Lynch og Hrafnkell Tumi Georgsson. Allar myndirnar verða sýndar á súper 8mm filmu. Dagskrá: 17:00-17:45 Avant-garde kvikmyndir eftir listamenn á Íslandi. 17:45-18:30 […]

Til hamingju með daginn Samar!

Í dag, 6. febrúar, fögnum við þjóðhátíðardegi Sama til minningar um fyrsta landsfund Sama sem haldinn var í Þrándheimi þennan dag árið 1917. Í tilefni dagsins lítum við til baka á Arctic Waves sem fór fram hér í Norræna húsinu og þá frábæru samísku tónlistarmenn sem komu þar fram. Njóttu tónlistar þessara mögnuðu listamanna í […]

Tónlistar stund fyrir yngstu börnin (0-6 ára)

Fjölskyldur með börn á aldrinum 0-6 ára er boðið á gagnvirka tónlistarstund sem fiðluleikarinn og tónlistarkennarinn Natalia Duarte Jeremias stýrir. Natalia notar rödd sína til að ná sambandi við börnin og leikur með tón og takt – mikilvægt er að stundin fari fram án orða svo að einbeiting barnanna verði einungis að hljóðheiminum, melódíu og […]

Höfundakvöld: Peter Adolphsen

Við erum stolt af því að kynna norrænt bókmenntakvöld í sal Norræna hússins í samvinnu við Háskóla Íslands. Danski höfundurinn Peter Adolphsen mun eiga í samtali við Jacob Ölgaard Nyboe, þar sem þeir ræða höfundarverk Peter og þá sérstaklega væntanlega skáldsögu hans „Ellepigen Pif og 42, den tavse guru“ – skáldsagan er forvitnileg blanda af […]

VINNUSTOFA: Túlkum frið með litum

Öll eru hjartanlega velkomin á vinnustofuna „Túlkum frið með litum: Framtíðarsýn í formi skapandi mynda”. Vinnustofan er skipulögð af úkraínska sprotafyrirtækinu Color Up Peace sem vinnur að friði og hafa frá árinu 2016, notað sjónræna listræna nýsköpun í þágu friðar. Color Up Peace hefur innleitt starfsemi í um 15 löndum, búið til og innleitt sérstaka […]

SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM: Danska

Signe Sofie Larsen mun lesa upp úr nokkrum af uppáhalds barnabókunum sínum. Signe er 23 ára, fædd og uppalin í Danmörku en býr og starfar í dag í Reykjavík við umönnun og í leikskóla. Að lestrinum loknum er gestum einnig boðið að njóta sýningarinnar „Undir íshellunni“ sem er á barnabókasafninu. Komdu og hlustaðu! Það verður […]

HÖFUNDAKVÖLD með Satu Rämö

Við erum stolt af því að kynna Höfundakvöld með Nordic Noir þema sem fer fram í Elissu sal Norræna hússins. Lilja Sigurðardóttir mun leiða samtal við Satu Rämö, þar sem þau ræða höfunda- og bókmenntaverk Satu. Samtalið fer fram á íslensku. Satu Rämö fæddist í Finnlandi árið 1980 og flutti til Íslands fyrir rúmum tveimur […]

SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM: Norska

Verið velkomin í sögustund á norsku fyrir alla fjölskylduna á barnabókasafni Norrænu hússins. Eftir lesturinn býðst fjölskyldum að upplifa sýninguna Undir íshellunni en einnig verður efni til að föndra úr á staðnum sem hægt verður að skapa úr. Föndrið er byggt á myndefni bókanna og óháð tungumálum. Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hjólastólum í gegnum Hvelfingu […]

SÖGUSTUND Á SUNNDÖGUM: Sænska

Verið velkomin í sögustund á sænsku fyrir alla fjölskylduna á barnabókasafni Norrænu hússins. Eftir lesturinn býðst fjölskyldum að upplifa sýninguna Undir íshellunni en einnig verður efni til að föndra úr á staðnum sem hægt verður að skapa úr. Föndrið er byggt á myndefni bókanna og óháð tungumálum. Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hjólastólum í gegnum Hvelfingu […]

SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM: Finnska

Verið velkomin í sögustund á finnsku fyrir alla fjölskylduna á barnabókasafni Norrænu hússins. Eftir lesturinn býðst fjölskyldum að upplifa sýninguna Undir íshellunni en einnig verður efni til að föndra úr á staðnum sem hægt verður að skapa úr. Föndrið er byggt á myndefni bókanna og óháð tungumálum. Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hjólastólum í gegnum Hvelfingu […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Plast fiskar og furðuverur

Plast fiskar og plast lífverur af ýmsum stærðum og gerðum verða til í skapandi smiðju fyrir alla fjölskylduna sem listamaðurinn Þórdís Erla Zoega leiðir. Litríkt plast fær nýtt líf og með skapandi aðferðum breytist plastið í fjölbreytta dýraflóru og öðlast nýtt líf. Þórdís vinnur með fjölbreyttan efnivið í sinni list og hönnun en hún er […]

FJÖLSKYLDUSMIÐJA: Hannað úr seglaefni! 

Öll fjölskyldan er velkomin á smiðju þar sem hönnuðurinn Rebekka Ashley sýnir gestum hvernig hægt er að endurnýta óhefðbundið efni á borði við seglaefni til að gera fjölbreyttar og fallegar lyklakippur og bókamerki. Rebekka leiðir gesti inn í aðferðina en svo er hönnun í höndum gesta. Smiðjan er haldin á barnabókasafni Norræna hússins en þar […]

SEEDS SCREENING: Eating Up Easter

We invite you to watch: “Eating Up Easter” documentary of the Plastic Oceans Short description: Modern dilemma of people who risk losing everything to the globalizing effects of tourism. The film follows four islanders, who are working to tackle the consequences of their rapidly developing home. Mama Piru leads recycling efforts to reduce trash, Mahani […]

HLUSTIÐ VEL: Málþing um Pauline Oliveros

MYRKIR MÚSÍKDAGAR kynna:  Málstofan hverfist um bandaríska tónskáldið Pauline Oliveros og arfleifð hennar. Oliveros var frumkvöðull á sviði raftónlistar og hvatamaður djúphlustunar (e. Deep Listening). Á málstofunni Hlustið vel verður sjónum beint að sambandi hlustunar sem tónsmíðaaðferð og hlustunar sem líkömnuð, vistmiðuð iðja í samtímanum. Framsögur flytja; Angela Rawlings, Berglind María Tómasdóttir og Rachel Beetz. Auk […]

BABA KARAM

„Baba Karam“ er 50 mínútna langur gjörningur og  gleðidansveisla innblásin af samnefndum írönskum dansstíl. Gjörningurinn fær innblástur frá írönskum heimaveislum, „mehmooni“, og hreyfingum sem áhugadansarar víðsvegar að úr heiminum hafa sent til listahópsins Ful, fagnar hópurinn möguleikum danssins til að umbreyta og gefa forboðnum löngunum og sjálfsmyndum rými. Með hinu vinsæla dansformi baba karam, þar […]

Jólakveðja

little girl walks in the snow and frost infront of a pond. In the distance you see a big church.

Norræna húsið þakkar fyrir samstarfið, skemmtilega og mikilvæga viðburði á liðnu ári. Þrátt fyrir yfirstandandi endurbætur höfum við fengið stöðugan straum gesta sem hafa tekið þátt í viðamikilli dagskrá með áherslu á sjálfbærni og fjölbreytileika á Norðurlöndum. Við hlökkum til að ljúka við endurbætur á húsinu á komandi ári og halda áfram góðu samstarfi með […]

LOKAÐ: frá 23. Desember til 2. Janúar 2024

Kæru gestir. Norræna húsið verður lokað yfir hátíðarnar, frá 23. Desember 2023.  Við opnum aftur á nýju ári þann 2. Janúar 2024 kl. 10:00.  Hafið það gott yfir hátíðarnar og sjáumst á nýju ári. 

WASTELAND

Hvernig getum við lágmarkað myndun úrgangs og umframefna á Íslandi og getum við nýtt þau verðmætu efni sem falla til hér á landi betur í staðbundnum verkefnum innan byggingariðnaðarins? Dansk- íslenska nýsköpunar og arkítektastofan Lendager kannar þetta í gegnum sýninguna “Wasteland Ísland” þar sem settar eru fram hugmyndir og tillögur að lausnum á því hvernig […]

Er Framtíð?

Er framtíð? Samtal á milli Mazen Maarouf og Viðar Þorsteinssonar um núverandi ástand og framtíð Palestínu. Stríðið milli Ísraels og Gaza hefur náð fordæmalausum hápunkti hvað varðar fjölda óbreyttra borgara sem hafa verið drepnir, þar af meira en 7000 börn. Milljónir manna um allan heim krefjast tafarlaus vopnahlés og endurvakningu friðarferlis. Hver er sagan fyrir […]

Sögustund á sunnudegi – danska

Signe Sofie Larsen les eina af klassísku jólasögum H.C. Andersen og sýnir fallegar myndirbókarinnar. Eftir lesturinn verða litir og blöð á staðnum fyrir áhugasama og eru gestir hvattir til að teikna jólastund eða fígúrur sem tengjast sögunni. Ókeypis viðburður og öll velkomin! Aðgengi: aðgengi er fyrir hjólastóla í gegnum Hvelfingu sýningarrými, starfsfólk bókasafnsveitir leiðsögn. Öll […]

Fjölskyldustund: Plöntur & dýr hafsins

Gestum er boðið að gera listaverk byggð á plöntum og dýrum hafsins. Í leiðinni gefst færi á aðfræðast um hringrás lífs í Norður íshafinu á sýningunni Undir íshellunni og stendur nú yfir á barnabókasafni Norræna hússins. Innblástur verður fenginn úr fjölmörgum bókumbarnabókasafnsins og notast verður við vatnsliti, pensla og svampa til að skapa listaverkin. Smiðjan […]

„Min Sjæl har Vokseværk“ Ljóðalestur

Ljóðskáldið Kuluk Helms býður öllum vaxandi sálum að nóða ljóðræns helgidóms fyrir þessi jól.  Verið velkomin á Sónó Matseljur nú á aðventunni þegar Kuluk les valin ljóð úr væntanlegu ljóðasafni ‘Min Sjæl Har Vokseværk’. Í ljóðunum er kafað í spurningar um að tilheyra, sjálfsákvörðunarrétt og leit að stað til að kalla „heima“. Eftir lesturinn gefst […]

FJÖLSKYLDUSTUND: Lettneskt jólaskraut & jólakósý

Hvað er líkt með lettnesku og íslensku jólaskrauti? Föndur, piparkökur og tónlist: við búum til skraut sem er fallegt á jólapakka og á jólatréin. Lettneski skólinn í Reykjavík í samstarfi við Norræna húsið bjóða gesti og sérstaklega barnafjölskyldur velkomna á skapandi smiðju þar sem þjóðlegt lettneskt jólaskraut verður gert úr náttúrulegum efnum. Gestir læra að […]

JÓLAKATTARINS SLÓÐ: Brúðuleikhús

Jólakattarins Slóð er 40 mínútna löng brúðuleiksýning sem fjallar um íslensku jólasveinana, Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn með augum Bandarísks ferðalangs og hundsins hans.   Sýningin verður flutt með handbrúðum og strengjabrúðum, með lifandi tónlist banjó og munnhörpu. Sýningin verður á ensku en er tilvalin fyrir fjölskyldur óháð tungumáli.  Mark Blashford sérhæfir sig í hefðbundnum brúðuleik, […]

Jólasögur fyrir fullorðna

Jólin eru ekki bara hátið barnana með jólasveinum og gjöfum, sykursjokki og bjölluhljómi, það er líka tíminn þegar myrkrið kemur með óveður og óvætti og við fullorðnir verðum líka að leggja okkar að mörkum í baráttunni við skammdegið. Hvernig gerum við það ef ekki með sterku glöggi og hvetjandi norrænum sögum. Komið á jólaupplestur í Norræna […]

Strengjavera eftir Jack Armitage

„Strengjavera“ – Hljóðinnsetning eftir Jack Armitage 9. og 10. desember Strengjavera er innsetning þar sem sjá má kraftmikinn og síbreytilegan hljóðheim endurspegla margbreytileika og fegurð í náttúrunni. Hún er nefnilega kerfi sem stjórnar sér sjálft, eða lífgervigreindarforrit (ens. artificial life program). Hér hefur Strengjavera tekið yfir flygil Norræna hússins. Áhorfendur fá að sjá óútreiknanleg og […]

Jólakortaföndur

Við bjóðum ykkur velkomin í jólakortaföndur Norræna hússins, fyrsta sunnudag á aðventunni. Föndursmiðjan er opin öllum frá klukkan 13:00 – 15:00. Við útvegum öll efni svo það eina sem þið þurfið að gera er að mæta með skapandi huga og jólaskapið. Við bjóðum einnig uppá létta hressingu, notalegt jólate frá Sónó. AÐGENGI: Elissu salur og […]

Norræn Spurningakeppni

Verið velkomin á norrænt pub quiz! Þetta kvöld getur þú byggt upp jólaandann á meðan þú lærir um einstakar norrænar jólahefðir. Hvað borðar fólk á aðfangadagskvöld á Grænlandi? Og hvaða yfirnáttúrulegu verur tilheyra jólunum í Svíþjóð? Þú getur velt fyrir þér spurningum sem þessum á meðan þú nýtur góðra drykkja og norrænnar jólatónlistar. Húsið opnar […]

JÓLABÓKASALA NORRÆNA HÚSSINS

Gefðu þér og ástvinum þínum góða gjöf. Bókasafn Norræna hússins selur nýjar, lítið notaðar bækur á sænsku, norsku, dönsku, finnsku og færeysku fyrir alla aldurshópa.   AÐGENGI: Bókasafns Hefur gott aðgengi og á sömu hæð eru aðgengileg salerni. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. 

AÐVENTU DAGSKRÁ 2023

Aðventudagskrá okkar í ár einkennist af samveru, endurnýtingu og notalegum og lágstemmdum hátíðarhöldum. Boðið verður upp á skemmtilega viðburði af ýmsu tagi allar helgar fram að jólum. Má þar nefna fjölskyldusmiðjur, brúðuleikhús, spurningakvöld, jólasagnakvöld fyrir fullorðna og fleira! HELGIN FYRIR AÐVENTU SUNUDAGUR 26. Nóvember HRINGRÁSARJÓL Jólagjafa skiptimarkaður og umhverfisvænt jólaföndur. Elissa – Salur 12:30 – […]

NORRÆN SJÁLFSMYND Í BARNABÓKMENNTUM: Samtal um barnabókmenntir og menningarlega sjálfsmynd þjóða.

Hvaða þýðingu hafa verk Astrid Lindgren, Tove Jansson og Jóns Sveinssonar,  fyrir þjóðlega og menningarlega sjálfsmynd? Hvernig hafa Norrænar sögur og ævintýri fyrir börn mótað hugmyndr okkar um hvað það þýðir að vera Norræn? Verið velkomin í samtal um hvernig barnabókmenntir endurspegla og hafa áhrif á skynjun okkar á Norrænni menningu og samfélagi og áhrif […]