SUMARNÁMSKEIÐ: Náttúran í listinni og allt um kring (8 -10 ára)


09:30-12:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Sumarnámskeið  í Norræna húsinu: Náttúran í listinni og allt um kring (8-10 ára)

Jöklar, fossar og neðansjávar landslag verða í brennidepli í fjögurra daga sumarnámskeiði Norræna hússins. Einnig verður boðið upp á fuglafræðsla um helstu fuglana sem búa og dveljast í Vatnsmýrinni í kringum húsið. Innblástur verður sóttur í sýninguna POST sem verður í sýningarsal Norræna hússins í sumar. Verk sýningarinnar verða skoðuð og leitast við að ræða spurningar sem vakna í tengslum við verkin á borð við: Hvernig hlúum við að náttúrunni? Hvaða ábyrgð berum við gagnvart náttúrunni og hvernig breytum við náttúrunni með gjörðum okkar?

Efniviður verða aðallega vatnslitir og trélitir en einnig verða gerðir skúlptúrar úr pappamassa úr endurunnum pappír með listakonunni og kennaranum Estelle Pollaert. Námskeiðinu lýkur með lítilli sýningu í gróðurhúsinu þar sem hluti námskeiðisins fer fram.

Námskeiðið er ókeypis en skráning þarf því takmarkað pláss er. Allt efni verður útvegað. Kennt er á ensku, frönsku, íslensku. Skráning fæst með því að senda nafn, aldur og símanúmer foreldris á hrafnhildur@nordichouse.is

Estelle Pollaert er franskur þverfaglegur listamaður með aðsetur í Reykjavík. Hún menntaði sig bæði í Frakklandi og Finnlandi í vöruhönnun og glerblæstri. Starfar nú aðallega við myndskreytingar og gerir skemmtilega skúlptúra úr pappamassa. List hennar er lífleg, litrík og full af húmor.

Aðgengi að Elissa (salur) er gott, aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.