Velkomin á opnun (Post)


18:00 - 20:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á opnun sýningarinnar (Post), föstudaginn 7. Júní klukkan 18:00. 

 

Sýningastjóri og listamenn verða viðstaddir opnun sýningarinnar.

Á myndlistarsýningunni (Post) má sjá fjölbreytt listaverk frá árunum 2005 til 2021, mestmegnis eftir norræna listamenn sem spyrja krefjandi spurninga um og endurspegla samtíð okkar og framtíð. Undirliggjandi þema þessara fjölbreyttu verka er mannöldin – yfirstandandi tímabil jarðsögunnar sem einkennist af áhrifum mannfólks á loftslag og vistkerfi plánetunnar. Í flestum verkanna er unnið með manngerða strúktúra síðiðnvæðingar sem vekja okkur til umhugsunar um komandi tíma.

Á þessari sýningu í Norræna húsinu undir sýningastjórn Ruth Hege Halstensen takast sex virtar listakonur á við brýnar spurningar á sláandi máta:

Nana-Francisca Schottländer (DK)
Katie Paterson (GB)
Marte Aas (NO)
Rita Marhaug (NO)
Anna Líndal (IS)
Rúrí (IS)

 

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2024.

Athugið að aðgengi að Norræna húsinu er skert vegna framkvæmda utanhúss. Aðgengi að Hvelfingu er með mjóum göngustíg og tröppum niður, einnig er hægt að fara inn um lyftu frá aðalinngangi en þangað liggur mjór stígur í gegnum framkvæmdasvæði og er aðgengi því erfitt fyrir hjólastóla. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus. Ókeypis er inn á sýningar í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar um aðgengi veitir: kolbrun@nordichouse.is

Opnun sýningarinnar er rausnalega styrkt af norska sendiráðinu á Íslandi, Ólafsson Gin og Fentimans Tonic. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.

Opnunarmynd; „Fatet“2022 eftir RitaMarhaug. Ljósmynd: Bjarte Bjorkum