PØLSE&POESI


17:00
Pavilion
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 31. maí höldum við í þriðja sinn PØLSE&POESI – síðdegis ljóðalestur, spjall, mat (pylsur!) og drykk í litla viðburðarskálanum og garði Norræna hússins.

Við bjóðum upp á ókeypis pylsur og drykki frá Norðurlöndunum. Einnig verða glútenlausir-og grænmetisréttir í boði.


Skáld kvöldsins eru:

M. Seppola Simonsen (NO)

Seppola Simonsen er norsk-kvänsk skáld sem þreytti frumraun sína árið 2022 með bókinni Hjerteskog – Syđänmettä, sem hlaut Tarjei Vesaas frumraunsverðlaunin. Árið 2023 kom svo út ljóðasafnið Den Tredje. Ljóð Simonsens skoða oft þemu eins og stað og náttúru, sjálfsmynd, að tilheyra og tungumál – eða skort á því. Simonsen er einnig hluti af listamannahópnum Jokiroikka.

Minik Hansen (GL)

Hansen hefur verið  virkur í grænlensku slam-ljóðasenunni í yfir 10 ár og er einnig textahöfundur grænlensku reggíhljómsveitarinnar Sauwestari, sem hlaut Koda-verðlaunin 2023. Ljóð Hansens snúast oft um pólitísk og samfélagsleg álitamál í bland við húmor og málgleði.

Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS)

Ásta Fanney er almennt álitin eitt af nýstárlegustu skáldum og gjörningalistamönnum íslensku senunnar. Árið 2017 hlaut hún hin virtu ljóðaverðlaun ‘Ljóðstafur Jóns úr Vör’ og árið 2021 var hún tilnefnd til alþjóðlegu bókmenntaverðlaunanna Bernard Heidsieck-Centre Pompidou. Ljóð hennar eru þverfagleg og blanda texta oft saman við tónlist, gjörning, myndlist og kvikmyndir. Árið 2019 kom út fyrsta ljóðasafn hennar Eilífðarnón sem hefur verið kallað „íslensk framúrstefnuklassík“.

Beinir Bergsson (FO)

Frumraun Bergsson árið 2017 með Tann lítli drongurin og beinagrindin, sem hlaut EBBA-virðislønin 2018, árleg bókmenntaverðlaun Færeyska rithöfundasambandsins. Annað verk hans, Sólgarðurinn (2021), var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 og hefur verið lýst sem fyrsta opinberlega hinsegin ljóðaverki Færeyja. Þematískt snertir ljóð Bergssons oft á kynlífi, dauða, náttúru, næmni og fjölskyldu, í öllum mögulegum útgáfum þeirra.

PØLSE&POESI hefst klukkan 17:00 og upplestur hefst klukkan 17:30. Að upplestrinum loknum verða pallborðsumræður með stjórnendum allra þátttakenda. Þema upplestranna og samtalsins er TUNGUMÁL OG (TAK)MÖRK ÞESS. Lesið verður á norsku, grænlensku, íslensku, færeysku, dönsku og ensku og pallborðsumræður fara fram á ensku.

Aðgangur, matur og drykkur er ÓKEYPIS fyrir alla. PØLSE&POESI er skipulagt í samvinnu við norska sendiráðið í Reykjavík, grænlenska ræðismannsskrifstofan í Reykjavík, FarLit og grænlenska rithöfundasambandið.

AðgengiLitla viðburðarskálanum er ágætt en ekki fullnægjandi fyrir hjólastóla. Að skálanum liggur lítill stígur sem að hluta til er þjappaður malarstígur (stutt vegalengd). Fyrir framan skálann er grasblettur og þar má finna bekki og borð. Að Norræna húsinu sjálfu liggur rampur og á aðalhæð hússins er að finna fatahengi (engir læstir skápar) og aðgengilegt salerni. Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Vinsamlegast hafið samband ef ykkur vantar frekari upplýsingar eða aðstoð til að geta tekið þátt í viðburðinum: kolbrun(at)nordichouse.is

Öll velkominn!