Höfundakvöld með Joanna Rubin Dranger


19:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Við erum stolt af því að kynna höfundakvöld með handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023, Joanna Rubin Dranger, í samtali við Tinnu Ásgeirsdóttur. Saman munu þær ræða höfundaverk og listköpun Dranger og kafa dýpra í nýjasta verk hennar – hina verðlaunuðu myndaskáldsögu Ihågkom oss till liv.

Samtalið fer fram á sænsku.

Joanna Rubin Dranger (f. 1970) er listamaður, teiknari og myndasöguhöfundur með aðsetur í Stokkhólmi. Hún hóf starfsferil sinn árið 1989 sem meðhöfundur og teiknari barnabókarinnar ARG! Reiðasta bók tíunda áratugarins. Frá þessari frumraun sinni hefur Joanna gefið út mörg vinsæl verk fyrir bæði börn og fullorðna. Verk hennar hafa verið þýdd á átta tungumál, hlotið fjölda virtra verðlauna og hafa verið bæði kvikmynduð og sett á svið og myndir hennar jafnvel prýtt frímerki. Í myndrænu heimildarskáldsögunni Ihågkom oss till liv sameinar Joanna sögulegar rannsóknir og fjölskyldusögu í lýsingu á örlögum sinnar eigin fjölskyldu í seinni heimsstyrjöldinni og helförinni. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2023 fyrir „nánast yfirþyrmandi áhrifaríka sögu“ um áföll kynslóða og sársaukafullar minningar.
Joanna útskrifaðist frá Konstfack listaháskólanum árið 1995 og árið 2007 varð hún fyrsti kvenkyns prófessor Svíþjóðar í myndskreytingum.

Auk vinnu sinnar sem listamaður og rithöfundur starfar Joanna einnig sem kennari og fyrirlesari um sjónrænar staðalímyndir og kraft mynda.

Samtalið leiðir Tinna Ásgeirsdóttir. Tinna lærði skapandi skrif og þýðingar við Háskóla Íslands, útskrifaðist bæði í heimspeki og útgáfu. Hún hefur setið í dómnefnd Íslensku þýðendaverðlaunanna og barnabókaverðlauna Reykjavíkur auk þess sem hún hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Norræna húsinu og Rithöfundafélagi Íslands.

Tinna Ásgeirsdóttir
Tinna Ásgeirsdóttir

The event is organized by The Nordic house, the Nordic Council of Ministers and the Nordic Council.

Aðgengi að Elissa (salur) er gott, aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.