Pan-ArcticVision 2024, BEINT frá NUUK!
10 listamenn frá norðurslóðum
10 samfélög á norðurslóðum
10 heimskautalög
– ein Pan-Arctic sýn! / allt um lykjandi
Þetta eru tímar aukinnar alþjóðlegrar spennu á norðurslóðum. Það er stríð í Evrópu. Helstu stjórnmálaöfl heimsins horfa til norðurs bæði eftir aðgangi að náttúruauðlindum og stefnumótandi áhrifum. Samfélög á norðurslóðum upplifa sig oft sem vígvöll fyrir völd langt í burtu.
Pan-ArcticVision er svarið við þessu öllu!
Pan-ArcticVision er Eurovision fyrir norðurslóðir, frumkvæði til að byggja upp samfélag og valdeflingu á norðurslóðum, til að efla samskipti þvert á landamæri og samræður fólks sem deilir mörgum af sömu lífskjörum þvert á pólitísk skil.
Á hátíðinni 2024 verða þátttakendur frá Alaska, Norður-Kanada (Nunavut), Kalaallit Nunaat/Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð, Sápmi, Norður-Finnlandi og Rússneska norðurskautinu (í útlegð).
Fyrsta Pan-ArcticVision hátíðin fór fram í Vadsø í Norður-Noregi í ágúst 2023 og var streymt beint um allann heim. Eftir spennandi atkvæðagreiðslu var Nuuk í Kalaallit Nunaat / Grænlandi valinn næsti staður fyrir hátíðina. Pan-ArcticVision mun nú í annað sinn bjóða norðurskautið velkomið í þessa sannarlega alþjóðlegu þvert á landamæri upplifun af söng, samfélagi og valdeflingu.
Pan-ArcticVision 2024 verður í beinni og streymt frá menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk, Kalaallit Nunaat (Grænlandi), 12. október 2024.
Norræna húsið í Reykjavík mun standa fyrir Live-Stream veislu: frekari upplýsingar koma fljótlega.
Pan-ArcticVision er samstarfsverkefni NORDTING – Northern Assembly, Katuaq – Culture Centre Nuuk, KNR – Greenlandic Broadcast Corporation og Hins hússins í Reykjavík.
Fyrir frekari upplýsingar um PAV vinsamlegast hafið samband við:
Vegard Krane
International Production Manager
Phone: +47 48 09 03 57
vegard@nordting.no
Amund Sjølie Sveen
Artistic Director of Pan-ArcticVision
Phone: +47 95 10 63 22
amund@nordting.no