Lokaður viðburður TIDE ALDAN / MARÉ Mikilfengleg sjávarvera finnur sinn stað í tilverunni þar sem fegurðin er allt umlykjandi og friður ríkir. Veran gerist verndari staðarins og eignast lítinn dreng fyrir vin en þeir eiga sameiginlegt að vilja lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. Einn daginn verður mikið umrót á lífi þeirra þegar stór […]
Ert þú forvitin/n um og hefur áhuga á norrænum bókmenntum en veist ekki alveg hvar þú ættir að byrja að lesa? Í haust mun leshringur Norræna hússins halda áfram í fallegasta bókasafni borgarinnar. Leshringurinn mun hittast fjórum sinnum og mun Sunna Dís Másdóttir, bókmenntagagnrýnandi og fulltrúi Íslands í nefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, stýra hópnum eins […]
Live-streamed and a small in-person event under registration. Iceland as a post-COVID production service role model. While people have been quarantined around the world during the COVID-pandemic, VOD and on-demand services have had enormous growth and popularity. Most worldwide productions have suffered a huge cycle contraction and some have even stopped entirely. By contrast, Icelandic […]
Í tilefni Vestnorræna dagsins 23. september býður Norræna húsið upp á örtónleika með færeyska tónlistarmanninum Janus Rasmussen. Tónleikarnir eru ókeypis og fara fram á bókasafni Norræna hússins. Janus er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir sína fyrstu sólóplötu VÍN. VÍN er tekin upp eins og plötusnúðasett og samanstendur af tólf innbyrðis tengdum lögum. Á […]
Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu ár með fjölbreyttri dagskrá miðvikudaginn 23. september. Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands. Í hádeginu verða umræður um mikilvægi vestnorrænnar samvinnu með þátttöku Silju Daggar Gunnarsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samstarfsráðherra Norðurlanda. Á umræðufundi kl. 17 verður kastljósinu […]
Í tilefni Vestnorræna dagsins 23. september boða Vestnorræna ráðið og upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus til hádegisfundar kl. 12.30-13.30 í sal Norræna hússins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, flytja ræður dagsins þar sem efnið er mikilvægi vestnorrænnar samvinnu. Í kjölfarið taka þau þátt í umræðum ásamt Guðjóni S. Brjánssyni, formanni […]
Vestnorræni dagurinn – málþing Hvernig finnst ungu fólki að nota íslenskuna á skapandi hátt? Hvernig finnst fólki af erlendum uppruna að nota íslensku þegar það býr hérlendis? Er málið að læra tungumál í gegnum tölvuleik? Í tilefni Vestnorræna dagsins efna Norræna húsið og Vigdísarstofnun til umræðufundar um tengsl tungumála við sjálfsmynd og framtíðarhorfur ungs fólks. […]
Selja Ahava: Før min mand forsvinder, 2019/ Ennen kuin mieheni katoaa, 2017 Skáldsaga um að týnast í tilfinningum sínum þegar eiginmaður þinn tilkynnir eftir 10 ára hjónaband, að hann hafi í raun alltaf viljað vera kona. Ótrúleg frásögn frá fyrst hendi um ringulreið, rugling og erfiðleika við að skilja kynskipti og allt sem þeim fylgja […]
Næstkomandi sunnudag hefjum við haustdagskrá Söguhrings kvenna með því að koma saman í gróðurhúsi Norræna hússins og fagna opnun sýningar á Paradísarfuglunum sem urðu til í smiðju söguhringsins á síðasta misseri. Þeir eru loksins komnir í sitt náttúrulega umhverfi í gróðurhúsinu. Við munum fagna saman og kynna dagskrána sem framundan er í Söguhring kvenna á þessu misseri. Vegna Covid-19 faraldursins […]
Norræna húsið var þess heiðurs aðnjótandi að fá finnsku listakonuna Saara Ekström í heimsókn. Saara er mikill aðdáandi íslenskrar náttúru og kom hingað til fá innblástur og safna efni í myndlist sína. „I’m very happy to be invited to the Nordic House to work on a project connected to the earth’s strata and geological cycles […]
Hvernig er hægt að poppa upp brauðsneið með góðu pestói? Hvaða gróður úr garðinum nýtist til að útbúa gómsætan gosdrykk? Börnum á aldrinum 10-16 ára býðst að læra á klukkutíma að matreiða smurbrauð með pestói og búa til heimagert gos úr uppskerunni fyrir utan Norræna húsið. Árni Ólafur Jónsson, matreiðslumaður og eigandi MATR, kaffihúss Norræna […]
Hvernig er hægt að gera einfalt salat spennandi? Er hægt að gera gómsætan gosdrykk úr gróðri úr garðinum? Börnum á aldrinum 6-9 ára býðst að læra á klukkutíma að matreiða spennandi salat og búa til heimagert gos úr uppskerunni fyrir utan Norræna húsið. Árni Ólafur Jónsson, matreiðslumaður og eigandi MATR, kaffihúss Norræna hússins, leiðbeinir börnunum […]
Annette Rosenvold Hvidt og Gertrud Oelsner: Vilhelm Hammershøi – på sporet af det åbne billede, 2018 Greinargóð og vönduð lýsing á lífi Vilhelm Hammershøi frá lista- og menningarlegu sjónarhorni. Hammershøi var einn þekktasti listmálari Danmerkur og er sér á báti að meðal samtímamanna sinna í heimi listmálara. Hann varð fyrir miklum áhrifum af þróun ljósmyndarinnar […]
Hefur þú séð og smakkað gúrku sem lítur meira út eins og kúrbítur? Vissir þú að bragðið af ilmexi minnir á lakkrís? Fyrir utan Norræna húsið er uppskerutími verkefnisins Sáum, sjáum og smökkum. Börn eru hvött til að koma og sjá og smakka uppskeru þeirra fræja sem sáð var snemmsumars. Börn sem tóku þátt í […]
Hvað er hægt að uppskera auðveldlega í eigin garði? Hvað smakkast best? Norræna húsið heldur uppskerudaga verkefnisins Sáum, sjáum og smökkum 1.-6. september. Verið velkomin að sjá og smakka uppskeruna! Fyrir utan Norræna húsið má sjá uppskeruna í gróðurkössum og gróðurhúsum. Inni á kaffihúsinu MATR má síðan smakka uppskeruna í ýmsum réttum og drykkjum. Dagleg […]
Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin verður haldin í tíunda sinn í Norræna húsinu dagana 14.-16. október 2021 undir heitinu Saman úti í mýri. Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með þátttöku innlendra og erlendra höfunda og fræðimanna, fyrir fræðimenn, fagfólk, almenning, fjölskyldur, börn og skólahópa. Meðal atriða eru upplestrar, kynningar, fyrirlestrar, höfundaspjall, sýningar og vinnustofur. Heimasíða Mýrarinnar […]
Roman (dansk) Karen Fastrup: Hungerhjerte, 2018 Æviminningar rithöfundarins og þýðandans Karen Fastrup. Höfundur segir frá eigin lífi þar sem hún leit á stundum á sjálfa sig sem tifandi tímasprengju, hvernig hún beislaði villidýrið innra með sér og hvernig það er að líta á sjálfa sig sem geðsjúkling. Frásögn af erfiðri æsku og erfiðum föður, missi […]
Streymi frá tónleikum hljómsveitarinnar Brek í Norræna húsinu. Brek er ný hljómsveit sem er að byrja að láta að sér kveða í íslensku tónlistarlífi. Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi […]
Ert þú forvitin/n um og hefur áhuga á norrænum bókmenntum en veist ekki alveg hvað þú ættir að byrja að lesa? Í haust mun leshringur Norræna hússins halda áfram í fallegasta bókasafni borgarinnar. Leshringurinn mun hittast fjórum sinnum og mun Sunna Dís Másdóttir, bókmenntagagnrýnandi og fulltrúi Íslands í nefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, stýra hópnum eins […]
Krimi (dansk) Jesper Stein: Solo, 2018 Hér er um að ræða sjöttu glæpasöguna um rannsóknarlögreglumanninn Axel Steen. Fyrrum aðstoðarlögreglustjórinn Axel vinnur nú sem ráðgjafi í öryggismálum. Hann aðstoðar nýjan yfirmann sinn, vellauðugan bankastjóra þegar í ljós kemur að starfsmaður bankans hefur stundað svindl og verður að fara. Á sama tíma rannsakar fyrrum félagi Axel, Vicki […]
Faglitteratur (dansk) Renée Toft Simonsen: Jeg er f*cking hot, 2018 Persónuleg frásögn höfundar til okkar sem erum í kringum fimmtugt og upplifum hormónasveiflur svipaðar og við gerðum á unglingsárunum. Bókin er líka fyrir þá sem vilja fá örlítin skilning á tíðahvörfum kvenna, viðkvæmni og rússibanareið í gegnum allan tilfinningaskalann meðan líkaminn eldist og tekur breytingum. […]
Klippimyndasmiðja fyrir fjölskyldur Í smiðjunni börn og foreldrar koma saman að skapa klippimyndir úr gömlu blöðum, tímaritum og alskonar endurunnum pappír. Gamlar bækur or mismunandi endurunnu hlutir geta verið notaðir líka. Verður boðið upp á samstundis sýningu af listaverkum sem voru sköpuð í smiðjunni. Listakona Jurgita Motiejunaite fræðir börnin og foreldrana þeirra um sögu klippimynda, […]
Klippimyndasmiðja fyrir fjölskyldur Í smiðjunni börn og foreldrar koma saman að skapa klippimyndir úr gömlu blöðum, tímaritum og alskonar endurunnum pappír. Gamlar bækur or mismunandi endurunnu hlutir geta verið notaðir líka. Verður boðið upp á samstundis sýningu af listaverkum sem voru sköpuð í smiðjunni. Listakona Jurgita Motiejunaite fræðir börnin og foreldrana þeirra um sögu klippimynda, […]
Krimi (dansk) Søren Svejstrup: Kastanjemanden, 2018 Hörkuspennandi saga eftir handritshöfund sjónvarpsþáttanna Forbrydelsen og Nikolaj og Julie Rannsóknarlögreglumennirnir Naia Thuling og Mark Hess hafa nóg að gera við að rannsaka flókið sakamál þar sem ráðherra hefur verið myrtur. Kastaníuhnetur á vettvangi glæpa gerir málið enn flóknara og margar misvísandi slóðir að fara eftir. Vel skrifuð glæpasaga […]
Skáldsaga (danska)
Lotte Kaa Andersen: Syv sind, 2018 Seinasta bókin í rómantískum þríleik sem gerist eftir fjármálahrunið meðal efnameiri þegna í þjóðfélaginu. Persónurnar búa í Hellerup norður af Kaupmannahöfn en hverfið er eitt það dýrasta í Danmörku. Lesandanum er ekki aðeins boðið að kynnast fullkomnu yfirborðinu í risastórum lúxus einbýlishúsum með sérhönnuðum innviðum og óaðfinnanlegum […]
Viðburðurinn byrjar kl. 19.30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Umræðan fer fram á sænsku. Aðgangur er ókeypis. Verið velkomin! Tveir norrænir rithöfundar ræða um höfundaverk sín. Þórdís Gísladóttir hefur boðið sænska höfundinum Nina Hemmingsson í Norræna húsið til samræðna meðal annars um áhugamál, þemu, ritstíl, uppgötvanir og innblástur í verkum þeirra. Nina Hemmingsson […]
Elskan mín ég dey – streymi Vinsamlegast athugið að vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í streymi. Kristín Ómarsdóttir er einstök rödd í íslenskum bókmenntum. Hún tekur fyrir efni eins og kyn, mörk og sjálfsmynd í áhrifamiklum og tilfinningaríkum ljóðum sínum, skáldsögum, smásögum og leikritum. Höfundakvöldið mun snúast um rithöfundarferil Kristínar og mun John Swedenmark, sem hlotið hefur viðurkenningar […]
Tilkynning! Vinsamlegast athugið að vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í streymi. Sjá nánari upplýsingar um takmarkaða opnun Norræna hússins. Hversu margar konur getur kona verið? Samræður milli Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur Verk Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur eiga ýmislegt sameiginlegt og því höfum við boðið þeim í spjall þar sem þær […]
Frímiðar Í tilefni þess að 75 ár eru síðan fyrsta bókin um Línu kom út sýna Norræna húsið og Sænska sendiráðið á Íslandi myndina Unga Astrid. Myndin er frjáls túlkun á ungri Astrid Lindgren sem þrátt fyrir væntingar samfélagsins ákvað að brjóta staðla og fylgja hjarta sínu. Aðgangur er ókeypis og sætafjöldi takmarkaður. Tryggðu þér […]
Velkomin á sýningu um Línu Langsokk á barnabókasafni Norræna hússins. Sýningin er haldin í tilefni þess að 75 ár eru síðan fyrsta bókin um Línu kom út. Norræna húsið og Sænska sendiráðið á Íslandi standa að sýningunni. Fyrsta bókin um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren og Ingrid Vang Nyman kom út árið 1945. Lína er […]
Við bjóðum ykkur að líta inn í Bambahús við Norræna Húsið á HönnunarMars og þefa af dýrindis grænum jurtum (!). Höfuðmarkmið verkefnisins er endurnýta á hagkvæman hátt Bamba með byggingu gróðurhúsa. Bambar eru 1000 lítra IBC tankar sem ýmsir vökvar eru gjarnan fluttir til landsins í. Að því hlutverki loknu hrannast þeir gjarnan upp, eða […]
Ör-þrykk smiðja – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Grafíksmiðja í tengslum við afmælissýningu Íslenskrar Grafíkur í Norræna húsinu á Barnamenningarhátíð. Þátttakendur fá að spreyta sig á einföldum grafíkaðferðum þar sem efni úr náttúrunni og umhverfinu er notað til að þrykkja á pappír. Smiðjan er opin öllum aldurshópum og allir fá að taka grafíkverkin sín með […]
Reykjavík Blackbird Festival er sænsk/íslensk tónlistarhátíð verður haldin þann 3. júlí næstkomandi frá kl. 18-21. Húsið opnar kl. 17. Hátíðin mun fara fram í Norræna húsinu auk þess sem henni verður streymt á vefnum og á Facebook live stream. Fram koma – Mikael Lind / Sigurður Flosason / S.Hel / Ondina Hidalgo / Marko Svart […]
„Nú fögnum við!“, hrópaði Lína þegar hún var komin á fætur. „Við skulum fagna þangað til þakið á Sjónarhóli lyftist af húsinu!“ Í ár eru 75 ár síðan fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út í Svíþjóð. Bækurnar um Línu hafa verið þýddar á 77 tungumál. Norræna húsið, Sænska sendiráðið, Barnaheill og Forlagið bjóða ykkur […]
Platform GÁTT í samstarfi við Norræna Húsið sýnir þann 18 júní sérstakan internet viðburð með bæði streymi og innsetningum á veraldarvefnum. Þeir listamenn sem taka þátt eru; Anna Jarosz, Anthoni Hætta, Lilja María Ásmundsdóttir, Marcela Lucatelli, Tytti Arola og Walter Sallinen. Dagskrá Anna Jarosz: Relax, my darling (they said) Video performance, 4:00 min […]
Platform GÁTT í samstarfi við Norræna Húsið sýnir þann 18 júní sérstakan internet viðburð með bæði streymi og innsetningum á veraldarvefnum. Þeir listamenn sem taka þátt eru; Anna Jarosz, Anthoni Hætta, Lilja María Ásmundsdóttir, Marcela Lucatelli, Tytti Arola og Walter Sallinen. Dagskrá Anna Jarosz: Relax, my darling (they said) Video performance, 4:00 min The […]
Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin verður haldin í tíunda sinn í Norræna húsinu dagana 8.-11. október 2020 undir heitinu Saman úti í mýri. Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með þátttöku innlendra og erlendra höfunda og fræðimanna, fyrir fræðimenn, fagfólk, almenning, fjölskyldur, börn og skólahópa. Meðal atriða eru upplestrar, kynningar, fyrirlestrar, höfundaspjall, sýningar og vinnustofur. […]
Íris Ösp tvinnar saman tenginu móðurástar og móður jarðar. Nándin sem þú upplifir í myndunum tengja þig við ræturnar, rætur alls lífs. Myndirnar veita róandi áhrif og slakandi hughrif þar sem töfrarnir leynast í smáatriðunum. Íris notast við hringformið sem tákn fyrir eilífðina og mjúkar línur náttúrunnar líkt og mæðra. Verkin verða til sýnis á […]
Tónskáldið Gabríel Ólafs flytur verk af nýlegri plötu sinni í sérstakri og persónulegri útsetningu fyrir flautu, hörpu og fiðlu. Gabríel hefði átt að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu en því var aflýst eins og svo mörgu öðru. Verkin flytja Gabríel, Ragnheiður Ingunn, Kristínu Ýr og Katie Buckley. Blair Alexander gerði myndbandið sem var tekið upp […]
Leynast norskar hönnunargersemar á þínu heimili? Við bjóðum alla velkomna að taka sér smá pásu og setjast í norska stóla sem eru orðnir 20. aldar íkon og komnir aftur í framleiðslu. Hér getur maður fræðst um norska klassík, sem er vel falin perla í hönnunarsögu Norðurlanda. Fyrirtækið Fjordfiesta teflir fram farsælli norskri hönnun frá tímabilinu […]
Texti þýddur úr sænsku Ég hef tekið eftir því á gönguferðum um hverfið mitt að Reykjavík hefur tekið miklum breytingum frá því í fyrra. Ég sé minna illgresi í görðum og fleiri nágranna krjúpa yfir blómabeðum. Það er eins og áhugi okkar á nánasta umhverfi hafi aukist og hlutir sem áður voru aukaatriði séu núna settir […]
Ungt fólk um heim allan hefur síðustu misseri fylgt í fótspor Gretu Thunberg og lýst yfir áhyggjum af loftslags- og umhverfismálum. Þau vilja að gripið verði til ráðstafana sem duga til framtíðar. Á Íslandi hefur hópur ungs fólks verið virkur í að benda á vandann og krefjast þau aðgerða strax. Ungmennin sem hafa skipu-lagt verkföll […]
Sögur um M. K. Čiurlionis – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Velkomin á sýningu á bókasafni Norræna hússins á verkum eftir íslensk börn af litháískum uppruna. Myndir eru innblásnar af málverkum og tónlist eftir fræga litháíska listamanninn og tónskáldið M. K. Čiurlionis. Í tilefni af árs fólks af litháískum uppruna og 15 ára afmælis Litháiska […]
Að tala um tilfinningar við ung börn: Hvernig líður þér? – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Vissir þú að nokkurra vikna gömul börn sýna skilning á tilfinningum annarra? Markmiðið með þessum viðburði er að skapa rými fyrir þig og barnið þitt til að skoða mismunandi tilfinningar. Hiroe Terada barnabókahöfundur og PhD í þroska ungbarna mun […]
HUGARPERLUR: Hvernig líður mér? – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Komum saman og látum hugarperlurnar okkar skína! Hiroe Terada barnabókahöfundur og PhD í þroska ungbarna mun kynna skemmtilegar bækur og verkefni sem opna fyrir samtal um tilfinningar. Makmiðið með viðburðinum er að næra sjálfstraust barna og auðvelda þeim að skilja tilfinningar. Nokkrar bækur úr vinsæla […]
Ró – fjölskyldusmiðja á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Róleg og notaleg stund í Norræna húsinu þar sem þátttakendum er fylgt í gegnum hugleiðslu og slökun í ævintýralegu umhverfi. Á Barnamenningarhátíð er gjarnan mikill erill, skemmtilegir viðburðir og nóg að sjá og gera. Til að bjóða upp á slakandi mótvægi við öllu stuðinu munu Eva Rún Þorgeirsdóttir […]
Ró – fjölskyldusmiðja á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Róleg og notaleg stund í Norræna húsinu þar sem þátttakendum er fylgt í gegnum hugleiðslu og slökun í ævintýralegu umhverfi. Á Barnamenningarhátíð er gjarnan mikill erill, skemmtilegir viðburðir og nóg að sjá og gera. Til að bjóða upp á slakandi mótvægi við öllu stuðinu munu Eva Rún […]
We are using cookies to give you the best experience on our website.AcceptPrivacy Policy