Ör-þrykk smiðja


13:00-15:00

Ör-þrykk smiðja – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Grafíksmiðja í tengslum við afmælissýningu Íslenskrar Grafíkur í Norræna húsinu á Barnamenningarhátíð.

Þátttakendur fá að spreyta sig á einföldum grafíkaðferðum þar sem efni úr náttúrunni og umhverfinu er notað til að þrykkja á pappír.

Smiðjan er opin öllum aldurshópum og allir fá að taka grafíkverkin sín með heim.
Alda Rose Cartwright sér um smiðjuna sem verður haldin í salnum í Norræna húsinu laugardaginn 18. júlí kl. 13-15.