HUGARPERLUR: Hvernig líður mér?

08.08.2020 Aflýst

HUGARPERLUR: Hvernig líður mér? – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Komum saman og látum hugarperlurnar okkar skína! Hiroe Terada barnabókahöfundur og PhD í þroska ungbarna mun kynna skemmtilegar bækur og verkefni sem opna fyrir samtal um tilfinningar. Makmiðið með viðburðinum er að næra sjálfstraust barna og auðvelda þeim að skilja tilfinningar. Nokkrar bækur úr vinsæla Hugarperlu-bókaflokknum verða lesnar, lög sem fylgja með bókunum sungin og farið verður í skemmtilega leiki í salnum í Norræna húsinu.

Efni og áhöld verða í boði fyrir börnin svo þau geti búið til sínar eigin bækur um tilfinningar. Viðburðurinn hentar fjölskyldum með börn 4 til 10 ára.