Syv sind

Skáldsaga (danska) Lotte Kaa Andersen: Syv sind, 2018

Seinasta bókin í rómantískum þríleik sem gerist eftir fjármálahrunið meðal efnameiri þegna í þjóðfélaginu. Persónurnar búa í Hellerup norður af Kaupmannahöfn en hverfið er eitt það dýrasta í Danmörku. Lesandanum er ekki aðeins boðið að kynnast fullkomnu yfirborðinu í risastórum lúxus einbýlishúsum með sérhönnuðum innviðum og óaðfinnanlegum blómagörðum, heldur er einnig veitt innsýn í daglegt líf í sorg og gleði, ágreiningi, valdabrölti, ámælisverðu barnauppeldi, lagskonum, starfsframa, búðarhnupli og aðeins of miklu rauðvíni. Sumir eru nýríkir á meðan aðrir eru fæddir inn í fjölskylduauð á meðan enn aðrir finna sig engar vegin í umhverfinu go vilja helst af öllu fara heim til Jótlands. Við fáum að líta inn hjá sjö fjölskyldum og skyggnumst undir glansandi yfirborðið. Mælt er með að lesa fyrri bækurnar tvær fyrst en þær eru Hambros Allé 7-9-13 (2015) og 100 dage (2016).

Myndir frá Arte Booking og goodreads