HönnunarMars – Bambahús


10-17
Við bjóðum ykkur að líta inn í Bambahús við Norræna Húsið á HönnunarMars og þefa af dýrindis grænum jurtum (!).

Höfuðmarkmið verkefnisins er endurnýta á hagkvæman hátt Bamba með byggingu gróðurhúsa. Bambar eru 1000 lítra IBC tankar sem ýmsir vökvar eru gjarnan fluttir til landsins í. Að því hlutverki loknu hrannast þeir gjarnan upp, eða enda á haugunum. Bambahús hafa fundið bömbunum tilgang, gefið þeim annan séns – endurlífgað efniviðinn. Við viljum að veita sem flestum möguleika á að kynnast ræktun og um leið efla vitund almennings, ekki síst barna, á að rusl er aðeins verkefnalaust verðmæti.

Hugmyndin fæddist í Bolungarvík þar sem bifvélavirkinn og sjómaðurinn, Jón Hafþór var að spreyta sig á því hvernig Bambar gætu verið best endurnýttir. Þar smíðaði hann fyrstu húsin með hjálp barna sinna og kom nokkrum fyrir í nærliggjandi bæjum. Jón er uppfinningarmaður og skapari Bambahúsa.

Bambahúsahópurinn samanstendur af Charlottu Rós verkefnastýru, Jóni Hafþóri frumkvöðli og hugmyndasmið, Kjartani Almari hönnuði, og Sigrúnu Örnu fjármálastýru.

Um Bambahús
Á Íslandi eru fluttir inn þúsundir af bömbum sem hægt væri að umbreyta í samfélags- gróðurhús með litlum tilkostnaði. Helsta markmiðið er að koma þeim öllum á þar til gerða móttökustaði þar sem við greinum, hreinsum og búum til úr þeim hús og/eða einingar til að byggja húsin á viðkomandi stöðum. Þetta er mikilvægt umhverfisskref þar sem þau efni sem flutt eru í bömbum eru misjöfn og því þarf að greina hvað hentar sem ílát til gróðurs og hvað þarf að hreinsa og farga. Auk þess sjáum við um að flokka þau afgangsefni sem kunna að vera eftir í bömbunum og koma spilliefnum í réttan farveg.Höfuðmarkmið verkefnisins er að endurnýta á hagkvæman hátt Bamba (hið íslenska nafn á 1000 lítra IBC tönkum) með byggingu gróðurhúsa og auka þar með verðmæti þessara umbúða umtalsvert. Markmiðið er að veita sem flestum möguleika á að kynnast ræktun og efla vitund um betri næringu og um leið efla vitund almennings, ekki síst barna, að rusl er aðeins verkefnalaust verðmæti.Um hópinn
Bambahúsahópurinn samanstendur af Charlottu Rós verkefnastýru, Jóni Hafþóri frumkvöðli og hugmyndasmið, Sigrúnu Arna fjármálastjóra og Kjartani Almari hönnuði.
Kjartan er nýútskrifaður iðnhönnunarnemi úr Designskolen Kolding í Danmörku. Í gegnum tíðina hefur hann komið víða að í sjálfbærri hönnun og á ferlinum hefur hann lagt áherslu á að finna nýja vinkla á því sviði. Nú býr hann á Íslandi og hyggst skapa verkefni sem mun fleyta Íslandi áfram í grænni hugsun. Samhliða nýsköpunarstarfsemi sinni starfar hann sem stálsmiður þar sem hann hefur verið að þjálfa sig í listgrein stálsmíðar. Í verkefni Bambahúsa hefur hann náð að samtvinna þessar tvær kunnáttur: með því taka endurunnið stál og framleiða úr því hús sem hýsa umhverfisbætandi afurðir.Hugmyndin spratt þó upphaflega vestur í Bolungarvík þar sem bifvélavirkinn og sjómaðurinn, Jón Hafþór var að spreyta sig á því hvernig bambar gætu verið best endurnýttir. Þar smíðaði hann fyrstu húsin þá sérstaklega ætluð bænum með hjálp barna sinna og kom nokkrum fyrir í skólum í nærliggjandi bæjum. Því má segja að hann er uppfinningarmaður og skapari Bambahúsa.Hugmyndin er því samstarf hönnuðarins og uppfinningarmannsins þar sem hönnuðurinn hefur sett hana fram á stílíserað markaðsform og í framsetningu ætlaðri til að vekja athygli stofnana og fyrirtækja að taka þátt í þessu samfélagsverkefni sem er Bambahús: Samfélags- gróðurhús ætluð almenningi til að stuðla að grænni framtíð.