Matreiðslunámskeið fyrir börn 10-16 ára


15:00-16:00

Hvernig er hægt að poppa upp brauðsneið með góðu pestói? Hvaða gróður úr garðinum nýtist til að útbúa gómsætan gosdrykk?

Börnum á aldrinum 10-16 ára býðst að læra á klukkutíma að matreiða smurbrauð með pestói og búa til heimagert gos úr uppskerunni fyrir utan Norræna húsið. Árni Ólafur Jónsson, matreiðslumaður og eigandi MATR, kaffihúss Norræna hússins, leiðbeinir þátttakendum og nýtir hráefni sem auðvelt er að rækta á Íslandi.

Ókeypis aðgangur en takmörkuð pláss í boði. Hægt að nálgast miða hér.
Tungumál: íslenska

Matreiðslunámskeiðið er haldið í tengslum við uppskeruhátíð barnanna í Norræna húsinu sunnudaginn 6. september kl. 12-16. Uppskeran er ávöxtur verkefnisins Sáum, sjáum og smökkum. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Uppskeran við Norræna húsið er að mestu ávöxtur fræja sem koma frá NordGen, samnorrænum genabanka sem varðveitir fræ yfir 33 þúsund tegundna plantna sem þrífast vel á Norðurlöndum. Með varðveislu fræjanna og notkun þeirra er verið að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni og um leið stuðla að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.