Solo

Krimi (dansk)
Jesper Stein: Solo, 2018

Hér er um að ræða sjöttu glæpasöguna um rannsóknarlögreglumanninn Axel Steen. Fyrrum aðstoðarlögreglustjórinn Axel vinnur nú sem ráðgjafi í öryggismálum. Hann aðstoðar nýjan yfirmann sinn, vellauðugan bankastjóra þegar í ljós kemur að starfsmaður bankans hefur stundað svindl og verður að fara. Á sama tíma rannsakar fyrrum félagi Axel, Vicki Thomsem, morð á ungum innflytjanda sem verið hafði viðloðandi glæpagengi. Í heimi glæpagengja segir engin neitt og Vicki nær, eftir nokkuð þref, að sannfæra Axel um að aðstoða sig. Málin tvö fléttast saman þar sem reynir á siðferði og réttlæti þar sem munur hinna mismunandi þjóðfélagsstiga er áþreifanlegur. Höfundur starfaði áður sem blaðamaður á sviði glæpa og refsinga og aðrar bækur eftir sama höfund eru: Uro (2012), Bye bye Blackbird (2013), Akrash (2014), Aisha (2015) and Papa (2017).

Billeder fra Politikensforlag og Kverbókaútgáfa