Hanne Højgaard Viemose og Kristín Eiríksdóttir

Höfundakvöld með Hanne Højgaard Viemose og Kristínu Eiríksdóttur


19:30

Tilkynning! Vinsamlegast athugið að vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í streymi.  Sjá nánari upplýsingar um takmarkaða opnun Norræna hússins.

Hversu margar konur getur kona verið?

Samræður milli Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur

Verk Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur eiga ýmislegt sameiginlegt og því höfum við boðið þeim í spjall þar sem þær munu ræða verk sín, kyn og sjálfsmynd. Viðburðurinn hefst kl. 19:30 og er opin öllum á meðan húsrúm leyfir. Gísli Magnússon prófessor í bókmenntum mun leiða viðburðinn sem verður á dönsku.

Verk Hanne Højgaard Viemose eru hrá, laus við væmni og gerast í núinu. Rótlaus ÉG í leit að sjálfri sér og því sem máli skiptir er rauði þráðurinn í bókum hennar. Þetta á bæði við um fyrstu bók hennar Hannah sem kom út 2011 og í framhaldinu Mado og Helhedsplanen sem báðar komu út 2015 og í HHV Frshwn frá 2019 sem tilnefnd er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Í bókunum endurspeglar textinn stefnuleysi, ákveðni, umhyggju og kæti söguhetjunnar. Í brotakenndum og hispurlausum stíl höfundar er auðvelt að lesa á milli línanna það sem ósagt er.
Hanne skrifar um frelsi og rótleysi, móðurhlutverkið, sjálfsmynd, ástina og geðsjúkdóma og lífið sem stundum bregst okkur.
Hanne Højgaard Viemose er fædd árið 1977 og ólst upp í Fredrikshavn. Hún er með BA-próf í Mannfræði og Etnológíu og útskrifaðist frá Rithöfundaskólanum í Kaupmannahöfn. Fyrsta bók hennar kom út árið 2011.

Kristín Eiríksdóttir skrifar um þrána eftir ást og skilningi, baráttunni á móti einangrun, einmanaleika, misnotkun, ofbeldi og skelfingu. Skáldsagan Elín, ýmislegt sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, tekur á öllu þessu. Á listrænan og ákveðin hátt sjáum við og heyrum rödd sterkrar, ungrar konu.
Þegar söguhetjan Elín fer að eldast segir hún: „Ég hef verið svo margar konur“, og beinir orðum sínum til ungrar stúlku sem henni finnst hlæja óþarflega hátt og mikið. Skáldsaga Kristínar hverfist um mismunandi sjálfsmyndir kvenna. Sú sem kemur vel fyrir, gæti jafnvel komið betur fyrir eða sú sem sýnir ekki sitt rétta andlit. Í sýndarveruleika samtímans er allt mögulegt. Söguhetjan Elín er leikmyndahönnuður sem skapar trúverðuga líkama og líkamshluta. Marin og blár kvenlíkami er nokkuð sem kemur ítrekað upp í sögunni, annað hvort sem leikmunur eða raunveruleiki.
Kristín er fædd 1981. Hún kom fyrst fram á ritvöllinn sem ljóðskáld með bókina Kjötbærinn (2004) og hefur síðan þá sent frá sér skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit. Sagan Elín, ýmislegt hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017. Samhliða ritstörfum hefur Kristín tekið þátt í hópsýningum og uppákomum tengdum myndlistarforminu.