Covid-19

Velkomin í Norræna húsið. Okkur er umhugað um öryggi gesta okkar og förum í hvívetna eftir gildandi sóttvarnarreglum yfirvalda gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni.

Opnunartími
Upplýsingar um opnunartíma og breytingar á honum vegna Covid-19 má finna hér.

Örugg heimsókn
Við biðjum gesti okkar vinsamlegast að:

  • Halda 2ja metra regluna og aðrar takmarkanir sem í gildi eru, bæði gagnvart öðrum gestum og starfsfólki hússins. Upplýsingar um ríkjandi takmarkanir má finna hér.
  • Nota andlitsgrímu – í Norræna húsinu er grímuskylda
  • Forðast handabönd og faðmlög.
  • Hósta í handarkrika og þvo hendur reglulega. Handsprill má finna í öllum vistarverum hússins.
  • Fara eftir og virða þær reglur sem í húsinu eru.

Hvelfing og bókasafnið
Það er EKKI nauðsynlegt að bóka tíma í Hvelfingu eða á bókasafnið nema um skipulagðan viðburð sé að ræða. Starfsfólk fylgist með fjölda gesta þannig að hægt sé að halda gildandi fjarlægðarmörk. Þjónustuborð og húsgögn eru þrifin og sótthreinsuð reglulega. Allar bækur fara í 3ja daga sóttkví þegar þeim er skilað.

Salur
Fyrir viðburði er sætum í sal raðað upp með 1-2 metra millibili. Allir stólar eru þrifnir og sótthreinsaðir reglulega. Til að koma í veg fyrir að röð myndist fyrir viðburði verður Salurinn opnaður tímanlega.

Viðburðir
Við getum aðeins tekið við lágmarksfjölda gesta í einu og því er nauðsynlegt að allir gestir á viðburðum og vinnustofum skrái sig fyrirfram. Þetta gildir líka um viðburði sem eru ókeypis.

Hlekkur á skráningu viðburða má finna í viðburðadagatali hússins. Frekari upplýsingar má nálgast með að senda okkur póst á info@nordichouse.is eða í síma 551-7030

Endurgreiðsla miða
Ef þú finnur fyrir flensueinkennum eða ert í sóttkví vegna COVID-19 biðjum við þig að vera heima og við endurgreiðum þér miðann þinn. Við notum TIX til að endurgreiða miða og gerist það sjálfkrafa um leið og miði er afbókaður.

CAFÉ MATR og SONO matseljur
Fyrir opnunartíma kaffihússins og COVID-19 vinsamlega skoðið Facebook síðu MATR hér.

Fyrir opnunartíma, tímapantanir og COVID-19 reglur fyrir SONO matseljur vinsamlegast skoðið Facebook síðu þeirra hér.

Við þökkum skilninginn og tillitssemina og hlökkum til að sjá ykkur!