Upplýsingar um opnunartíma og þjónustu í samkomubanni

Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 sem tóku gildi þann 5. október höfum við ákveðið að takmarka opnun Norræna hússins við Hvelfingu þar til 10.11.2020.

Hvelfing verður opin á hefðbundnum opnunartíma þriðjudaga til sunnudaga klukkan 10-17. Gestir eru beðnir um að nota handhreinsispritt og andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur. Viðburðadagatal hússins verður að öðru leyti óbreytt og munu allir viðburðir fara fram í streymi á vef og Facebooksíðu hússins.

Bókasafn Norræna hússins býður upp á snertilaus útlán og framlengir lánstíma.  Í slóðinni hér fyrir neðan (leitir.is) er hægt að skoða bókaúrvalið sem safnið hefur upp á að bjóða. Bókapantanir sendist á bibliotek@nordichouse.is og þær er hægt að sækja eftir samkomulagi í Hvelfingu.  Einnig verður hægt að skila bókum í Hvelfingu en lánstími bóka sem eru í útláni hefur verið framlengdur til 5. nóvember.

MATR kaffihús verður lokað frá 6.10-10.11 2020.

 

UNDIRNIÐRI

Í Hvelfingu Norræna hússins stendur yfir sýningin UNDIRNIÐRI. Í sýningunni rannsaka níu norrænir samtímalistamenn það sem ólgar undir yfirborði norrænnar útópíu um jafnréttissamfélag. Áþreifanlegir og óáþreifanlegir þræðir sem snúa að valdi, sjálfsmynd og berskjöldun taka að fléttast saman og leiða okkur í neðanjarðarferðalag um norræna velferðarsamfélagið. Lesa meira

Hvelfing er nýtt nafn á sýningarsal og hönnunarbúð Norræna hússins. Hvelfingin er undirstaða hússins og í hvelfingunni eru verðmætustu gripirnir varðveittir.