Opnunartímar og staðsetning
Takmörkuð opnun til 12. janúar 2021
Vegna aðstæðna er sýningarsalurinn Hvelfing opinn gestum en húsið að öðru leyti lokað. Bókasafnið verður opið tvær síðustu helgarnar fyrir jól.
HVELFING
Hvelfing verður opin til 22. desember, þriðjudaga til sunnudaga 10:00–17:00.
Lokað á mánudögum.
Á staðnum gætum við ítrustu sóttvarnarreglna og bjóðum upp á handhreinsispritt og andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur.
BÓKASAFN
Tvær síðustu helgarnar fyrir jól opnar bókasafn Norræna hússins dyr sínar fyrir almenningi og heldur glæsilegan jólamarkað með nýlegum bókum. Alla aðra daga höldum við áfram að þjónusta gesti í gegnum tölvupóst með afgreiðslu bóka í gegnum Hvelfingu. Ertu búin/n að ákveða hvað þú vilt lesa í desember? sendu okkur þá póst á bibliotek@nordichouse.is.
MATR
Lokað meðan á COVID-19 takmarkanir eru í gildi.
Opnunartími á hátíðsdögum
Norræna húsið er lokað frá 23. desember 2020 til 5. janúar 2021.
Staðsetning
Samgöngur
Norræna húsið er í Vatnsmýrinni. Falleg gönguleið er t.d. frá Ráðhúsi Reykjavíkur og hægt er að ganga í gegnum Friðlandið þegar ekki er varptími (maí -júlí). Einnig er hægt að taka strætó nr. 15 og fara út hjá Íslenskri erfðagreiningu eða leið nr. 14 og fara út hjá Háskóla Íslands. Við húsið eru stæði bæði fyrir bíla og hjól.