Vestnorræni dagurinn á Íslandi 2020


12:30-19:00

Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu ár með fjölbreyttri dagskrá miðvikudaginn 23. september. Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands.

Í hádeginu verða umræður um mikilvægi vestnorrænnar samvinnu með þátttöku Silju Daggar Gunnarsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samstarfsráðherra Norðurlanda.

Á umræðufundi kl. 17 verður kastljósinu beint að ungmennum á vestnorræna svæðinu og hvernig þau upplifa tungumálið sem hluta af sinni sjálfsmynd og framtíðaráformum. Meðal þátttakenda á fundinum verður fagfólk á sviði tungumála, listamaðurinn Kristinn Óli Haraldsson (Króli) og litháískur menntaskólanemi sem hefur búið á Íslandi í fjögur ár.

Um kvöldið verður boðið upp á örtónleika með færeyska tónlistarmanninum Janus Rasmussen sem tilnefndur er til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Lesa meira

Vegna gildandi reglna um samkomur er gestafjöldi takmarkaður en hleypt verður inn meðan húsrúm leyfir. Allri dagskránni verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef og facebooksíðu hússins.

Dagskrá

Kl. 12.30-13.30 – Hádegisfundur um mikilvægi norrænar samvinnu. Ræðumenn verða Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs. Umræður í kjölfarið. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður. Lesa meira.

Kl. 17.00-18.30 – Umræðufundur um tengsl tungumála við sjálfsmynd og framtíðarhorfur ungs fólks. Erindi frá neðangreindum og pallborðsumræður. Jói P og Króli taka lagið í lokin.

  •  Kveðja frá Vestnorræna ráðinu – Guðjón S. Brjánsson, formaður Vestnorræna ráðsins.
  • Myndbandskveðja frá ungmennum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum
  • Tölvuleikurinn Talerum og tengsl tungumála á Vestur-Norðurlöndum – Auður Hauksdóttir, prófessor emerita í dönsku við HÍ
  • Notum íslenskuna óhikað – Kristinn Óli S. Haraldsson (Króli), listamaður
  • Almannarómur og samrómur ungmenna – Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – miðstöðvar máltækni
  • Ljóð um íslenskuna – Fríða Ísberg, rithöfundur og ein tilnefndra til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020
  • Að vera innflytjandi á Íslandi: vangaveltur um máltöku, sjálfsmynd og viðhorf – Stefanie Bade, doktorsnemi og stundakennari við HÍ
  • Hvað segi ég gott eftir fjögur ár á Íslandi? – Gedvinas Švarnas Gedminas, 16 ára menntaskólanemi

Lesa meira

Bókasafn Norræna hússins býður upp á fjölbreytt úrval bóka og listaverka til láns eftir færeyska og grænlenska listamenn sem vakin verður sérstök athygli á í tilefni dagsins.

Í sýningarsalnum Hvelfingu, í kjallara hússins, er sýningin Undirniðri með þátttöku m.a. grænlensku listakonunnar Paarma Brandt.  Lesa meira.

 

Norræna húsið skipuleggur dagskrána í samvinnu við:
Færeysku ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík
Grænlensku ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík
Norræna félagið
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Vestnorræna ráðið

 

Um Vestnorræna daginn

Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 23. september ár hvert til að auka samvinnu og samkennd milli nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands. Haustjafndægur varð fyrir valinu til að marka vestnorræna sögu og menningu á Vestur-Norðurlöndunum. Umsjón með deginum er í höndum mennta- og menningarmálaráðuneytis í hverju landi fyrir sig. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í öllum þremur löndunum á sama tíma.

Aðrir viðburðir