Tengsl tungumála við sjálfsmynd og framtíðarhorfur ungs fólks


17:00-18:30

Vestnorræni dagurinn – málþing

Hvernig finnst ungu fólki að nota íslenskuna á skapandi hátt? Hvernig finnst fólki af erlendum uppruna að nota íslensku þegar það býr hérlendis? Er málið að læra tungumál í gegnum tölvuleik?

Í tilefni Vestnorræna dagsins efna Norræna húsið og Vigdísarstofnun til umræðufundar um tengsl tungumála við sjálfsmynd og framtíðarhorfur ungs fólks.
Sjá spennandi dagskrá hér fyrir neðan.

Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 23. september ár hvert til að auka samvinnu og samkennd milli nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands.

Vegna gildandi reglna um samkomur er gestafjöldi takmarkaður og skráning nauðsynleg.

Skráning

Dagskrá

· Kveðja frá Vestnorræna ráðinu – Guðjón S. Brjánsson, formaður Vestnorræna ráðsins

· Myndbandskveðja frá ungmennum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum

· Tölvuleikurinn Talerum og tengsl tungumála á Vestur-Norðurlöndum – Auður Hauksdóttir, prófessor emerita í dönsku við HÍ

· Notum íslenskuna óhikað – Kristinn Óli S. Haraldsson (Króli), listamaður

· Almannarómur og samrómur ungmenna – Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – miðstöðvar máltækni

· Ljóð um íslenskuna – Fríða Ísberg, rithöfundur og ein tilnefndra til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

· Að vera innflytjandi á Íslandi: vangaveltur um máltöku, sjálfsmynd og viðhorf – Stefanie Bade, doktorsnemi í íslenskri málfræði og stundakennari við HÍ

· Hvað segi ég gott eftir fjögur ár á Íslandi? – Gedvinas Švarnas Gedminas, 16 ára menntaskólanemi

Panelumræður

Jói P. og Króli taka lagið

Eftir fundinn, kl. 18.30-19.00: Tónleikar á bókasafninu með færeyska tónlistarmanninum Janus Rasmussen sem tilnefndur er til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir verkið VÍN.