Mikilvægi vestnorrænnar samvinnu


12.30-13.30 

Í tilefni Vestnorræna dagsins 23. september boða Vestnorræna ráðið og upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus til hádegisfundar kl. 12.30-13.30 í sal Norræna hússins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, flytja ræður dagsins þar sem efnið er mikilvægi vestnorrænnar samvinnu. Í kjölfarið taka þau þátt í umræðum ásamt Guðjóni S. Brjánssyni, formanni Vestnorræna ráðsins.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður.

Vegna gildandi reglna um samkomur er gestafjöldi takmarkaður en hleypt verður inn meðan húsrúm leyfir. Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu hér á vefnum.

Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 23. september ár hvert til að auka samvinnu og samkennd milli nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands