Að tala um tilfinningar við ung börn: Hvernig líður þér?

08.08.2020 Aflýst

Að tala um tilfinningar við ung börn: Hvernig líður þér? – á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Vissir þú að nokkurra vikna gömul börn sýna skilning á tilfinningum annarra? Markmiðið með þessum viðburði er að skapa rými fyrir þig og barnið þitt til að skoða mismunandi tilfinningar. Hiroe Terada barnabókahöfundur og PhD í þroska ungbarna mun kynna bækur og leiki sem hjálpa börnum að skilja tilfinningar. Lesnar verða fallegar og skemmtilegar barnabækur sem sýna mismunandi tilfinningar. Vegna þess hve yndislegt það er að tjá tilfinningar í gegnum tónlist og myndlist verður líka boðið upp á söng og skapandi viðfangsefni. Viðburðurinn fer fram í salnum í Norræna húsinu og hentar fjölskyldum með börn 0 til 3 ára.