Hungerhjerte, Karen Fastrup

Hungerhjerte

Roman (dansk)
Karen Fastrup: Hungerhjerte, 2018

Æviminningar rithöfundarins og þýðandans Karen Fastrup. Höfundur segir frá eigin lífi þar sem hún leit á stundum á sjálfa sig sem tifandi tímasprengju, hvernig hún beislaði villidýrið innra með sér og hvernig það er að líta á sjálfa sig sem geðsjúkling. Frásögn af erfiðri æsku og erfiðum föður, missi litla bróður, kvíða og sjálfsmorðshugleiðingum sem leiða til þess að seinna á lífleiðinni er hún lögð inn á geðdeild eftir að hafa ráðist á kærasta sinn með eggvopni. Lesandinn er leiddur inn í huga höfundar sem hingað til hefur lifað venjuegu en um leið ekki svo venjulegu, með kærustum, börnum og starfsframa. Á sama tíma sogast lesandinn inn í ruglingslegan þankagang höfundar, viðtöl við sálfræðinga og mismunandi meðferðarstofnanir, um hræðsluna við að fá greiningu og vonina sem hún bindur framtíðinni þar sem hún verður að nota þau spil sem henni eru gefin, að nota stefnumótaappið Tinder og að fá aftur löngunina til að skrifa.

Mynd: Vildumed.dk