Línudagur í Norræna húsinu


13:00-14:00

„Nú fögnum við!“, hrópaði Lína þegar hún var komin á fætur. „Við skulum fagna þangað til þakið á Sjónarhóli lyftist af húsinu!“

Í ár eru 75 ár síðan fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út í Svíþjóð. Bækurnar um Línu hafa verið þýddar á 77 tungumál. Norræna húsið, Sænska sendiráðið, Barnaheill og Forlagið bjóða ykkur að koma og fagna afmæli Línu í Norræna húsinu þann 4. júlí kl. 13:00-14:00.

13:00: Sögustund
13:15: Lína kemur í heimsókn
13:30: Sýningin „Til hamingju Lína!“ verður opnuð á barnabókasafninu. Leikir og fleira skemmtilegt
19:30: Myndin „Unga Astrid“ eftir Pernille Fischer Christensen (118 mín.) sýnd í salnum – frítt inn

Á kaffihúsinu MATR verður boðið upp á sérstakan Línu-matseðil (kl. 12:00-16:00) á vægu verði.

Sýningin stendur fram í september og í sumar verður boðið upp á ýmsa viðburði fyrir fjölskyldur í tengslum við hana.

Sérstakar Línu sögutöskur verða til útláns. Í sögutöskunni eru bækur um Línu Langsokk (á sænsku, dönsku og finnsku) og hlutir tengdir Línu sem er tilvalið að nota við lestur bókanna til að örva málþroska barna. Töskurnar eru til utláns í 14 daga.

Verið velkomin í ævintýralega Línuveröld Astrid Lindgren. Við hvetjum ykkur til að koma klædd eins og Lína í afmælið.