Uppskerudagar Sáum, sjáum og smökkum


10-17 Lokað á mánudögum

Hvað er hægt að uppskera auðveldlega í eigin garði? Hvað smakkast best?

Norræna húsið heldur uppskerudaga verkefnisins Sáum, sjáum og smökkum 1.-6. september. Verið velkomin að sjá og smakka uppskeruna!

Fyrir utan Norræna húsið má sjá uppskeruna í gróðurkössum og gróðurhúsum. Inni á kaffihúsinu MATR má síðan smakka uppskeruna í ýmsum réttum og drykkjum. Dagleg tilboð á réttum gerðum úr uppskerunni verða alla uppskerudagana.

Hápunktur uppskerudaga verður sunnudaginn 6. september með uppskeruhátíð barnanna kl. 12-16. Nánari upplýsingar koma á næstu dögum.

Uppskeran við Norræna húsið er að mestu ávöxtur fræja sem koma frá NordGen, samnorrænum genabanka sem varðveitir fræ yfir 33 þúsund tegundna plantna sem þrífast vel á Norðurlöndum. Með varðveislu fræjanna og notkun þeirra er verið að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni og um leið stuðla að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Frekari upplýsingar um verkefnið Sáum, sjáum og smökkum má finna hér.